Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: Hedblom tekur forystuna í Perth

Sænski kylfingurinn Peter Hedblom hefir tekið forystuna snemma 2.dags á ISPS Handa Perth International, en mótið fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu.

Réttara væri reyndar að segja að hann hafi aukið forystu sína, því í gær (á 1. degi) var hann jú í hópi nokkurra kylfinga sem leiddu á mótinu – Hann er sem sagt einn efstur sem stendur.

Hedblom er búinn að leika á samtals 8 undir pari og er í efsta sæti, þegar hann á eftir 3 holur óspilaðar.

Næstu kylfingar á eftir Hedblom eru á samtals 5 undir pari, þ.e. 3 höggum á eftir þ.e. Ross Fisher og Jin Jeong (á eftir 6 holur óspilaðar af 2. hring þegar þetta er ritað).

Dustin Johnson átti slæman dag og er skor hans í hálfleik samtals 1 undir pari (69 74) og er hann sem stendur í 21. sæti.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Paul Casey og danski kylfingurinn Andreas Hartö.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: