Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 07:30

Þýskaland liggur að fótum íslenskrar „álfkonu“ – Þórunnar Egilsdóttur

Þó þessi frétt teljist líklegast til ekkifrétta á golfvefsíðu þá er ekki annað hægt en að birta hana.

Er ný íslensk stórsöngkona í uppsiglingu?

Íslenska söngkonan Þórunn Egilsdóttir, sem búsett hefir verið stærstan hluta ævinnar í Luxembourg, tók þátt í Voice of Germany í gær og allir dómararnir 4 sneru sér við, þ.e. Þórunn er svo sannarlega komin áfram á næsta stig …. það sem maður óskar öllum íslenskum kylfingum, sem taka þátt í úrtökumótum á helstu mótaröðum heims. Litlum sögum fer hins vegar af golfkunnáttu Þórunnar.

Þórunn valdi sér þýsku söngkonuna NENU sem þjálfara, sem e.t.v. er þekktust fyrir „99 Luftballons.“

Þjóðverjar eru kolfallnir fyrir Þórunni og kalla hana „íslensku álfkonuna“ með draumaröddina, m.a. vegna klæðnaðar Þórunnar, sem hún sagði að væri eftir vinkonu sína, íslenskan hönnuð.  Fyrst var farið að kalla Þórunni „álfkonu“ í þýska morgunþættinum „Frühstücksfernsehen“ á SAT1 sjónvarpsrásinni!

Hér má sjá Þórunni í Voice of Germany í gær, 18. október 2013,  að syngja Tori Amos lagið „Winter“ SMELLIÐ HÉR: 

Þórunn Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir