Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 10:25

Rory í 5. sæti á Kolon Korea Open eftir 2. dag

Rory McIlroy  er í 5. sæti eftir 2. hring á Kolon Korea Open.

Hann lék 2. hringinn á 69 höggum og er samtals á skori upp á 139 högg (70 69).

Rory deilir 5. sætinu með 2 öðrum kóreönskum kylfingum og síðan eru enn 4 aðrir kóreanskir kylfingar á undan honum; Soon-san Hong í 1. sæti og síðan þrír sem deila 2. sætinu.

Það munar 2 höggum á Rory og Hong.

Til þess að sjá stöðuna á Kolon Korea Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: