Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 05:00

PGA: Simpson efstur á Shriners á 2. degi eftir hring upp á 63!

Það er bandaríski kylfingurinn Webb Simpson sem leiðir eftir 2. dag Shriners Hospitals for Children Open.

Hann átti glæsihring upp á 63 högg til að fylgja eftir hring upp á 64 og er efstur á samtals 15 undir pari, 127 höggum (64 63).

Heilum 4 höggum munar á Simpson og næstu kylfingum sem deila 2. sæti á samtals 11 undir pari, en það eru: John Senden, Jeff Overton, Chesson Hadley, JJ Henry og Jason Bohn.

Sjöunda sætinu á samtals 10 undir pari, hvor deila síðan Ryan Moore og Russell Knox.

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open eftir 2. dag  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: