Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Louis Oosthuizen og Sara Margrét Hinriksdóttir – 19. október 2013

Það eru Louis Oosthuizen og  Sara Margrét Hinriksdóttir sem eru  afmæliskylfingar dagsins. Sara Margrét er fædd 19. október 1996 og er því 17 ára í dag. Hún er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili og í afreksmannahóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni. Sara Margrét tók m.a. þátt í Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl 2012 og síðan aftur nú í ár nánar tiltekið 20.-21. apríl 2013.  Eins tók Sara Margrét þátt í European Young Masters í Ungverjalandi í fyrra, 2012.

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Sara Margrét lék á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar með góðum árangri varð m.a. í 4. sæti í stúlknaflokki á Þorláksvelli á fyrsta móti ársins; í 2. móti ársins á Hellu varð Sara Margrét í 2. sæti í stúlknaflokki og síðan varð Sara Margrét í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í stúlknaflokki.

Sara Margrét varð í 8. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013.

Eins spilaði Sara Margrét  á Eimskipsmótaröðinn m.a. á 1. móti ársins uppi á Skaga og varð þar í 70. sæti.

Komast má á facebooksíðu Söru Margrétar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Sara Margrét Hinriksdóttir (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Einnig verður að geta þess sérstaklega að suður-afríski golfsnillingurinn Louis Oosthuizen á afmæli í dag, en hann er fæddur 19. október 1982 og á því 31 árs afmæli í dag.  Oosthuizen sigraði m.a., s.s. allir muna á Opna breska 2010.

Louis Oosthuizen

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Stefán Már Stefánsson, prófessor, 19. október 1938 (75 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með  daginn Stefán!!!);  Dawn Coe-Jones, 19. október 1960 (53 ára);  Brian H Henninger, 19. október 1963 (50 ára stórafmæli!!!);  Jamie Donaldson, 19. október 1975 (38 ára) ….. og …..

Gaukur Kormáks (43 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is