Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2013 | 15:15

Rory reif sig upp í lokin

Rory lauk keppni í Kolon Korea Open í 2. sæti.

Honum gekk illa í gær en vel í dag, en þannig er nú golfið.

Hann spilaði á samtals 4 undir pari, 281 höggi (70 69 75 67) og varð aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Kang Sung-Hoon.

Allt í allt var þetta þó 2. flokks móts þar sem Rory var eini heimsklassakylfingurinn. En góður lokahringur upp á 67 gefur vonir um að gæfan sé e.t.v. að fara að snúast nr. 6 í hag!

Til að sjá lokastöðuna á Kolon Korea Open SMELLIÐ HÉR: