Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 17:55

LPGA: Hull-Kirk og Nordqvist leiða í S-Kóreu eftir 2. dag

Það eru þær Katherine Hull-Kirk frá Ástralíu  og sænska Solheim Cup stjarnan Anna Nordqvist, sem leiða eftir 2. dag á LPGA-KEB HanaBank Championship í Sky72 golfklúbbnum í Incheon, Suður-Kóreu.  Báðar eru búnar að spila á 7 undir pari; Hull-Kirk (67 70) og Nordqvist (67 70).

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sem á titil að verja er búin að koma sér í þægilega stöðu í 3. sætið sem hún deilir ásamt heimakonunum Ju Young Pak og Amy Yang. Þær eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á PGA-KEB HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR: