Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2013 | 03:30

PGA: Simpson enn í forystu fyrir 4. hring Shriners

Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson leiðir enn eftir 3. dag Shriners Hospitals for Children Open mótinu, sem fram fer á TPC Summerlin golfvellinum í Las Vegas, Nevada.

Hann er samtals búinn að spila á 19 undir pari, 194 höggum (64 63 67).

Í 2. sæti, 4 höggum á eftir Simpson er Bandaríkjamaðurinn Chesson Hadley á samtals 15 undir pari og í 3. sæti er Jeff Overton á 14 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open eftir 3. dag  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: