Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Ninyette efstur eftir 3. dag í Perth

Það er heimamaðurinn Brody Ninyette  sem er efstur eftir  3.dag á ISPS Handa Perth International, en mótið fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu.

Ninyette er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (72 69 67).

Í 2. sæti á 7 undir pari eru 3 kylfingar: Jin Jeong, heimamaðurinn Brett Rumford og danski kylfingurinn JB Hansen.

Hedblom er búinn að leika á samtals 8 undir pari og er í efsta sæti, þegar hann á eftir 3 holur óspilaðar.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: