Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 08:30

Rory tilbúinn fyrir mótin í Shanghai

Eftir að hafa landað 2. sætinu á Kolon Korea Open nú á sunnudaginn, þá eru vonir Rory McIlory miklar um gott gengi í næstu tveimur mótum sem hann tekur þátt í, í Shanghai, í Kína.

BMW Championship fer fram nú í vikunni og heimsmótin WGC-HSBC Championships fara fram í lok mánaðarins.

„Ég geri miklar kröfur til mín á þessum tveimur mótum,“sagði Norður-Írinn í golfbúðum við golfklúbbinn Lake Malaren í Shanghai, í gær. „Svo lengi sem ég ræð við pútt vandamál mín þá ætti ég að geta unnið á öðru hvoru þeirra.“

McIlroy sagði að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með pútt sín á Korea Open, þar sem hann tapaði bara með 1 höggi.

„Púttin eru það eina sem ég þarf að vinna í, ég þarf að athuga betur hraða flatanna og vinna í því. En burtséð frá því er ég ánægður með sjálfan mig varðandi sveifluna og allan leik minn áður en komið er á flöt.“

McIlroy átti frábært ár 2012 þar sem hann vann tvö risamót og varð nr. 1 á heimslistanum aðeins 23 ára.

En síðan þá hefir allt verið á niðurleið; hann skipti um golfútbúnað (NIKE) og með nýju kylfunum hefir hann ekki gert neitt annað en að renna niður heimslistann úr 1. sæti í 6. sæti.  Ofan á allt saman á hann í málaferlum með fyrrum umboðsmannskrifstofu sína auk þess sem sögusagnir hafa farið á kreik að hann og kæresta hans, Caroline Wozniacki, séu skilin að skiptum, þó bæði hafi ekki tjáð sig mikið um það.