Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2013 | 21:30

Heimslistinn: Simpson í 17. sæti!

Webb Simpson fór úr 24. sætinu upp í 17. sæti heimslistans vegna sigurs síns á Shriners Hospitals for Children Open nú um helgina.

Þetta er besti árangur Simpson nú á árinu, frá því að hann var í 16. sæti eftir T-15 árangur á Players Championship í ár.

Þetta er hins vegar ekki besti árangur Simpson á heimslistanum – hann var í 5. sæti eftir sigur sinn á Opna bandaríska 2012. Sigur hans í Las Vegas í gær er 4. titill hans á PGA Tour.

Ryo Ishikawa sem varð jafn öðrum í 2. sæti á TPC Summerlin (þ.e. á  Shriners Hospitals for Children Open) fór upp um 42 sæti á heimslistanum úr 154. sætinu í 112. sætinu.

Staða efstu 10 kylfinga á heimslistanum er óbreytt frá því í síðustu viku, þ.á.m. er Rory McIlroy enn í 6. sæti þrátt fyrir 2. sætið á Kolon Korean Open á OneAsia túrnum.

Sjá má heimslistann í heild með því að SMELLA HÉR: