Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 09:00

Rosapenna golfstaður Írlands 2013

Rosapenna Hotel & Golf Resort í Donegal sýslu á Írlandi hlaut í gær (21. október 2013) viðurkenningu Ireland Golf Tour Operator Association’s (IGTOA)  fyrir að vera golfstaður ársins 2013. (Komast má á heimasíðu Rosapenna með því að SMELLA HÉR: )

Viðurkenningin var afhent með athöfn á Gala Irish Golf Awards í  The Europe hótelinu í  Killarney, Írlandi, í gær.

John Casey, framkvæmdastjóri Rosapenna sagði m.a.: “The Ireland Golf Tour Operator Association er virtasta stofnunin hvað varðar mat á írsku golfi bæði hér heima (á Írlandi) og alþjóðlega.“

„Að hljóta þessa viðurkenningu um að vera golfstaður Írlands á árinu 2013 er gríðarlegur heiður fyrir okkur öll á Rosapenna en við stærum okkur af því að bjóða upp á hæsta standard af golfvöllum og gistingu, sem er samkeppnishæf við aðra í heiminum og fyrir alla sem heimsækja golfstað okkar.“

Frá Rosapenna golfstaðnum á Írlandi frá fyrstu dögum staðarins

Frá Rosapenna golfstaðnum á Írlandi frá fyrstu dögum staðarins

 Á Rosapenna  eru golfvellirnir: the Old Tom Morris Links, the Sandy Hills Links, Nr. 3 Links, Nr. 4 Links og the Coastguard Nine. Vellirnir eiga sér langa sögu, allt aftur til ársins 1891 þegar Lord Leitrim kom með  Old Tom Morris frá St. Andrews til þess að hanna fyrstu linksarana.

The Old Links opnaði fyrir leik árið 1893 og timburhótel reis stuttu síðar til þess að hýsa þá kylfinga sem fylktust alls staðar að frá Evrópu, en Rosapenna er einn elsti golfstaður Írlands.

Árið 1906 heimsóttu atvinnukylfingarnir Harry Vardon og James Braid , Rosapenna og gerðu nokkrar breytingar á völlunum, þeir lengdu þá og bættu við sandglompum.

Þessir þrír kylfingar unnu sín á milli 16 risamót og þar af vann Old Tom Morris 4 Opin bresk risamót, Braid vann 5 Opin bresk risamót og Vardon vann 6 Opin bresk risamót og 1 sinni á Opna bandaríska.

George Duncan, Alex Herd, Tom Ball og Harry Vardon

George Duncan, Alex Herd, Tom Ball og Harry Vardon

Rosapenna er í eigu Casey fjölskyldunnar og hefir verið svo frá árinu 1981.

Rosapenna hefir stöðugt verið að hækka sig í mati á bestu golfvöllum og er m.a. nr. 42 á lista yfir bestu golfvelli í Bretlandi&Írlandi í samantekt  Golf Monthly Magazine 2012 og eru aðeins 9 írskir golfstaðir hærra metnir en Rosapenna.  Í Golf Monthly’s Top 100 þykir Rosapenna því 10. besti golfstaður Írlands.

Heimild: Irish Golf Desk