Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 10:45

Er Adam Scott heitasti íþróttamaðurinn?

Þegar maður leitar á internetinu að áhugaverðu lesefni fyrir lesendur Golf 1 verður ekki hjá því komist að rekast á fjölbreytilegt efni.

Ein greinin sem fannst er á vefsíðu Bro Jackson og höfðar e.t.v. meira til kvenlesenda Golf 1 …. og e.t.v. einhverra karlmanna líka.

Fréttamaður Bro Jackson gerði smá könnun þ.e. hvort Adam Scott , sem ítrekað er valinn kynþokkafyllsti kylfingurinn sé jafnframt líka „heitasti“ íþróttamaðurinn?

Hún ákvað að gera samanburð á Adam Scott og 10 karlkyns íþróttamönnum sem sátu naktir fyrir í síðasta tölublaði ESPN Body Issue.

Matið byggist ekki á hreinu útliti heldur fer fréttamaður eftir. hvernig viðkomandi íþróttamaður skorar í félagsmiðlum s.s. Twitter,  hvernig ímynd viðkomandi sé á Google, hvernig viðkomandi komi út á Wikipedia og YouTube og það sem gerir viðkomandi íþróttamann m.a. „heitan“ í augum þessa kvenfréttamanns þ.e. hversu mikið hann á af peningum og hvaða afrek hann hafi unnið á íþróttasviðinu.

Skemmst er frá því að segja að Adam er ekki efstur í neinum af framangreindum flokkum …. og það sem er athyglivert er að golfgoðsögnin Gary Player er annar af tveimur sem kemst í úrslit en sigurvegari þessarar óformlegu könnunar yfir hver sé heitastur er „Manimal“ þ.e. körfuboltamaðurinn Kenneth Farried, sem spilar fyrir Denver Nuggets.

Dæmið sjálf (en greininni fylgja skemmtilegar myndir og myndskeið) með því að SMELLA HÉR: