Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 13:29

Birgir Leifur hefur keppni í úrtökumóti fyrir Web.com

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur í dag  keppni á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina.

Keppt er á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur var að fara út einmitt við birtingu þessarar fréttar (kl. 13:29) og fór hann út af 1. teig.

Vonandi stendur hann sig vel en 25 efstu af 75 þátttakendum komast áfram á næsta stig úrtökumótsins.

Þess ber þó að geta að þátttakendur í mótinu eru í sterkari kantinum – ber þar fyrst að geta 16 heimamanna frá Georgíu, sem gera má ráð fyrir að þekki Callaway Gardens eins og lófann á sér – auk tveggja sterkra Svía, Joel Sjöholm, sem spilar á Evrópumótaröðinni og  Niclas Johansson, sem er á Áskorendamótaröð Evrópu. 

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs í Georgíu með því að SMELLA HÉR: