Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 12:25

GVS: Björn Arnar og Snorri Jónas sigruðu í 5. móti haustmótaraðarinnar

Síðastliðinn laugardag fór fram 5. mótið af 6 í haustmótaröð Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með og án forgjafar. Þátttakendur voru 16 og enginn kvenkylfingur þar á meðal 🙁

Þrátt fyrir dræma þátttöku eru glæsileg verðlaun og fengu 4 verðlaun í báðum flokkum.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Í punktakeppni með forgjöf: 

1. sæti  Gisting og 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Bláa lóninu –  Björn Arnar Rafnsson, 20 punktar

2. sæti Aðgangur og 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Bláa lóninu – Snorri Jónas Snorrason, 18 punktar (tók ekki verðlaun þar sem hann var í 1. sæti án forgjafar) þess í stað tók verðlaun fyrir 2. sætið  Kristinn Ástvaldsson, GVS 17 punktar

3. sæti Aðgangur og 60 mín. Slökunarnudd fyrir 2 í Bláa lóninu – Hallberg Svavarsson 17 punktar

10. sæti Golfhringur á Kálfatjarnarvelli fyrir 4 sumarið 2014 – Jörundur Guðmundsson (tók ekki verðlaun þar sem hann var í 3. sæti án forgjafar) í stað hans tók við verðlaunum fyrir 10. sætið Albert Ómar Guðbrandsson, GVS, 12 punktar.

Í punktakeppni án forgjafar: 

1. Betri stofan fyrir 2 í Bláa lóninu – Snorri Jónas Snorrason, GVS 15 pkt.

2. Aðgangur og 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Bláa lóninu – Björn Arnar Rafnsson, GMS 12 pkt. (tók ekki verðlaun þar sem hann var í 1. sæti með forgjöf) – í stað hans tók verðlaun fyrir 2. sætið Hallberg Svavarsson, GVS, 11 pkt.

3. Experience comfort í Bláa lóninu – Jörundur Guðmundsson, GVS, 8 pkt.

10. Golfhringur á Kálfatjarnarvelli fyrir 4 sumarið 2014 –  Rúrik Lyngberg Birgisson, GVS 5 pkt.