Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 09:30

Henrik Stenson meiddur

FedEx Cup meistarinn Henrik Stenson er í miklum vafa hvort hann geti tekið þátt BMW Masters eftir að hann meiddist á úlnlið við æfingu í Flórída í síðustu viku.

Stenson kom til Shanghai með forarm sinn stokkbólginn og sagðist hafa meitt sig við æfingu á Lake Nona golfvellinum í Orlando.

Nr. 4 á heimslistanum er skráður til leiks í 7 mót það sem eftir er árs, en fer í röntgen með handlegg sinn seinna í dag.

„Ég er búinn að vera í 4 vikna fríi frá Tour Championship en því miður á ég í nokkrum vandræðum með hægri úlnlið minn og forhandlegg,“ sagði Stenson.

Það er kannski ekki nema von miðað við hvernig hann er búinn að hamast í mótum í ár!

 „Ég vona að þetta lagist á næstu dögum en í augnablikinu er ég ekki í nógu góðu ástandi og ég er ekki viss hvort ég spila hér fyrstu vikuna í Shanghai.“

„Ég veit í raun ekki hvernig ég meiddi mig en ég var að æfa í síðustu viku í Flórída og á miðvikudaginn og fimmtudaginn fann ég fyrir smáverk og hann, verkurinn hefir bara ágerst hægt og sígandi og þetta er orðið bólgið og sárt núna.“

Svo þegar ég flaug hingað varð verkurinn í handleggnum  alltaf verri og verri og ég gat t.d. ekki slegið neina golfbolta í gær og var bara með handlegginn í meðferð og var ráðlagt að láta taka röntgenmynd af honum í dag til að ganga úr skugga um að ekkert væri stórvægilega að.“

„Ég er enginn sérfræðingur í úlnliðsmeiðslum en þetta kóngulóar-tape á handleggnum átti að hjálpa til að auðvelda meðferðina.“

„Ég er á verkjalyfum, bólgueyðandi og hef verið reglulega með handlegginn í ís og þó það hafi verið sárt þá er ég bara að vona að þetta sé ekkert alvarlegt.“

„Ég er með miklar áhyggjur þar sem þetta er aðeins 1. vikan af 7 mótum, sem ég ætla að taka þátt í, en þetta er ekki besti tíminn til að vera með úlnliðsmeiðsl.“

„En þetta er bara svona og ég mun fara eftir því sem læknarnir ráðleggja mér. Ég hef verið með svona meiðsl í vinstri úlnlið en þetta er í fyrsta sinn sem ég er meiddur á hægri úlnlið.“

„Þannig að ef þetta lagast ekki verð ég að draga mig úr mótinu (BMW Masters) og vona að ég verði betri fyrir WGC- HSBC Champions sem einnig fara fram hér í Shanghai,“ sagði Stenson að lokum.