Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 2. sæti eftir fyrri dag Red Hawk Classic!!!
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Björgvinsson, GK og golflið Faulkner, taka þátt í Red Hawk Classic mótinu, sem hófst í Lawrenceburg, Tennessee í gær. Það er skemmst frá því að segja að golflið Faulkner er í 1. sæti og Hrafn á besta skori liðs síns eftir fyrri dag, auk þess em Hrafn er í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!! Stórglæsilegt hjá Hrafni!!!! Hrafn lék á 2 undi pari, 69 höggum. Sigurður var ekki að finna sig, lék á 3 yfir pari, 74 höggum og deilir 13. sætinu í mótinu og er á lakasta skori Faulkner og telur skor hans ekki eftir fyrri dag mótsins. Sjá má stöðuna eftir fyrri Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 3. sæti eftir fyrri dag Quail Valley mótsins!!!
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hófu í gær keppni í Quail Valley Collegiate Invitational, en mótið fer fram í Quail Valley golfklúbbnum á Vero Beach í Flórída. Það er háskóli Ragnars, McNeese, sem er gestgjafi í mótinu, þó það sé haldið 900 mílur í suður frá skólanum, í Flórída, en mótið er síðasta mót skólans fyrir jól. Ragnar Már lék fyrstu tvo hringina á 4 undir pari, 140 höggum (72 68). Hann er á besta skori McNeese, liðs síns, sem er í 2. í mótinu. Ragnar Már er í 3. sæti í einstaklingskeppninni, 5 höggum á eftir forystumanni mótsins Charlie McNeal í Louisiana Monroe háskólanum, sem er í Lesa meira
Rory vann Tiger í einvíginu í Kína
Rory McIlroy vann Tiger Woods í einvíginu við Jinsha vatn á Hainan eyju í Kína nú fyrr í morgun. Rory var á 6 undir pari, 67 höggum meðan Tiger var aðeins 1 höggi á eftir á 68 höggum. Tiger var orðinn fremur orðljótur á 17. holu, sem olli nokkrum vandræðum hjá kínverskum túlkum, sem voru að reyna að matreiða hvert smáatriði leiksins ofan í áhugasama kínverska kylfinga, sem fylgdust með í sjónvarpi. Rory var að vonum ánægður í lok hrings og sagðist m.a. nú hafa rétt á að monta sig (ens. bragging-rights) af því að hafa sigrað Tiger. Allar fréttir golffjölmiðla í dag eru yfirfullar af fréttum um þóknun sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Atli Ingvarsson —- 28. október 2013
Það er Atli Ingvars sem er afmæliskylfingur dagsins. Atli er fæddur 28. október 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!! Atli er kvæntur Lilju Hallbjörnsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Atli Ingvars (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Na Yeon Choi, 28. október 1987 (26 ára) ….. og …… Pétur Freyr Pétursson GR (23 ára) Klaus Richter (47 ára) Anna Margrét Kristjánsdóttir (23 ára) Guðmundur Steingrímsson (41 árs) Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri GK (38 ára) Gudmundina Ragnarsdottir, GO (55 ára) Maren Rós (32 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Pettersen?
Þó Nike sé ekkert að græða á Rory McIlroy, þrátt fyrir að hafa greitt honum ógrynni fjár fyrir að spila með Nike kylfum, þá eru aðrir golfíþróttamenn, sem gengur vel með Nike kylfunum. Einn þessara kylfinga er hin norska Suzann Pettersen, en eftirfarandi Nike-kylfur voru í sigurpoka hennar á Sunrise mótinu í Taíwan í gær: Það sem var í sigurpoka Pettersen vareftirfarandi: Dræver: Nike VR_S Covert (9.5°), 3-tré: Nike VR_S Covert (15°), Blendingur: Nike VR_S hybrid (18 °), Járn: Nike VR Pocket Cavity (4.5) Nike VR Pro Split Cavity (6-PW) Járn:Nike VR Pro Combo járn (6-PW) Fleygjárn: VR Pro wedge-ar (48°, Nike WR Pro Blade 52° og 59°). Pútter: Nike Method 001 Golfbolti: Nike 20XI X golfbolti.
Rory fær 180 milljónir
Rory McIlroy er talinn hljóta $1,5 milljónir (u.þ.b. 180 milljónir íslenskra króna) fyrir einvígi sitt við Tiger Woods, sem fram fór á Hainan eyju í Kína, fyrr í dag Einvígið er gert fyrir sjónvarpsáhorfendur í Kína og mikilvægt til þess að laða fleiri að golfíþróttinni, en ljóst er að Kína er geysistór golfmarkaður með fjölda tækifæra. Þetta 3 klst og 15 mín einvígi var ábatasamt fyrir þá báða en Tiger er talinn hljóta yfir $2 milljónir (yfir 240 milljónir íslenskra króna) þannig að hann ætti nú aldeilis að eiga fyrir jólagjöf handa Lindsey! Á BMW Masters lauk Rory keppni í 27. sæti sem hann deildi með öðrum og hann viðurkenndi að hann Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már hefur keppni í Flórída í dag
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja keppni í Quail Valley Collegiate Invitational, sem hefst í dag í Quail Valley golfklúbbnum á Vero Beach í Flórída. Það er háskóli Ragnars, McNeese, sem er gestgjafi í mótinu, þó það sé haldið 900 mílur í suður frá skólanum í Flórída, en mótið er síðasta mót skólans fyrir jól. Ragnar Már á rástíma kl. 8 að staðartíma (þ.e. kl. 12:00 í hádeginu að okkar tíma hér heima á Íslandi). Fylgjast má með gengi Ragnars Más og félaga hans í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og WF luku leik í 5. sæti – Berglind og UNCG voru í 18. sæti
Klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Björnsdóttir tóku þátt í The Landfall Tradition mótinu, sem lauk í gær á Dye golfvellinum í Wilmington, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Ólafía Þórunn lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (76 75 76). Hún deildi 22. sætinu í einstaklingskeppninni og var á 2.-3. besta skori Wake Forest og taldi skor hennar því í 5. sætis árangri Wake Forest. Berglind lék á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (81 78 85). Hún var á besta til næstbesta skori golfliðs UNCG, en liðið virðist hafa verið í einhverju óstuði og í raun sama hvernig Berglind lék lokahringinn, liðið hafnaði í Lesa meira
PGA: Ryan Moore sigraði á CIMB Classic – myndskeið af bráðabananum
Ryan Moore og Gary Woodland voru efstir og jafnir í gær eftir hefðbundinn 72 holu leik. Því varð bráðabani að fara fram á milli þeirra en honum var frestað þar til í morgun vegna úrhellisrigningar og þrumuveðurs. Skemmst er frá því að segja að í bráðabananum í morgun sigraði Ryan Moore og hlaut sigurtékka mótsins upp á 150 milljónir íslenskra króna. Hér má sjá myndskeið hápunktum bráðabanans SMELLIÐ HÉR: Viðtal við Gary Woodland eftir bráðabanann SMELLIÐ HÉR: Viðtal við sigurvegarann Ryan Moore eftir bráðabanann SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Jódís Sigbergsbörn – 27. október 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigubergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og nýráðinn íþróttastjóri Keilis og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Afmæliskylfingur dagsins, Anna Jódís Sigurbergsdóttir í kaddýstörfum í Bergvíkinni 4. júní 2011 Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (65 ára); Patty Sheehan, 27. október 1956 (57 ára); Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (48 ára) ….. og Lesa meira










