Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Theodór í 15. sæti – Ari í 18. sæti á UAM Fall Classic

Þeir Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG tóku þátt í UAM Fall Classic mótinu dagana 21.-22. október s.l.

Því miður var Golf 1 fréttavefurinn niðri vegna viðgerða þegar lokahringurinn var spilaður og einhverra hluta vegna var úrslitafrétt úr mótinu ekki skrifuð.

Theodór og Ari voru þó að gera frábæra hluti og enginn golffréttamiðill hérlendis að veita þeim nokkra athygli.  Þannig varð Theodór í 15. sæti og Ari í 18. sæti í einstaklingskeppninni og voru þeir á 2. og 3. besta skori golfliðs Arkansas Monticello, sem þeir leika með og taldi skor þeirra því í 5. sætis árangri háskólans.

Theodór lék á samtals 15 yfir pari, 157 höggum (78 79) og Ari var á 18 yfir pari, 160 höggum (81 79).

Þetta var síðasta mót þeirra Theodórs og Ara á keppnistímabilinu, en fleiri leikir Monticello ekki á dagskrá fyrr en 2014!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á UAM Fall Classic SMELLIÐ HÉR: