Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 10:00

LPGA: Pettersen sigraði í Taíwan

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sigraði á Sunrise LPGA Taíwan Championship í morgun.

Suzann skilaði sér inn á lokahringnum á 3 undir pari, 69 höggum og vann þannig 14. LPGA Tour sigur sinn og varði þar að auki titil sinn frá því í fyrra. Lokahringurinn var í raun aðeins einvígi milli Suzann og hinnar spænsku Azahara Muñoz.

Samtals lék Suzann á 9 undir pari, 279 höggum (68 69 73 69) og átti að lokum 5 högg á Muñoz, sem varð í 2. sæti á samtals 4 undir pari.

Eftir hringinn sagði Suzann: „Tilfinningin er frábær að koma hingað og verja titil minn og spila eins vel og ég gerði.  Það voru mjög erfiðar aðstæður hér allt frá (fyrsta hring á) fimmtudeginum, aðstæðurnar voru mjög krefjandi. Í dag var Azahara þó jafnvel enn meira krefjandi. Hún spilaði virkilega vel á fyrri 9 – nú, hún spilaði í raun vel allt í allt. Ég held ég geti næstum þakkað henni fyrir að halda uppi pressu og hjálpa mér þannig  ýta áfram við mér því ég varð að halda áfram að vera agressív og reyna að ná þessum fuglum.“

Í 3. sæti varð Caroline Hedwall á samtals 2 undir pari, 286 höggum (71 73 72 70) og í 4. sæti Eun-Hee Ji á samtals 1 undir pari, 287 höggum (72 76 69 70) og nokkuð gott hjá henni að komast aftur inn í keppnina eftir fremur slakan 2. hring.

Segja má að þetta sé ekki bara sigur Pettersen heldur evrópskra kylfinga, því þær röðuðu sér í 3 efstu sætin og ekki alla daga sem það sést í kvennagolfinu! …. og það á velli í Asíu!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Sunrise LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: