Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og Ólafía Þórunn leika lokahringinn í The Landfall Tradition í dag

Klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Björnsdóttir taka báðar þátt í The Landfall Tradition mótinu, sem hófst s.l. föstudag á Dye golfvellinum í Wilmington, Norður-Karólínu.

Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum.

Eftir fyrstu tvo leikna hringi er Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest golfliðsins, sem er í 5. sæti í liðakeppninni.  Í einstaklingskeppninni er Ólafía Þórunn í 21. sæti, búin að leika á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75).

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind er einnig á besta skori UNCG, sem er í 18. og neðsta sæti í liðakeppninni. Berglind er á 63. sæti í einstaklingskeppninni og er búin að spila á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (81 78).

Til þess að fylgjast með gengi Berglindar og Ólafíu Þórunnar á lokahring The Landfall Tradition SMELLIÐ HÉR: