Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 14:00

Lee tryggir sér sæti á Masters

Lee Chang-woo frá Suður-Kóreu stimplaði sig inn á Masters risamótið næsta apríl með því að sigra áAsia-Pacific Amateur Championship í Nanshan International golfklúbbnum fyrr í dag.

Hinn 19. ára Suður-Kórei, sem varð í 2. sæti ásamt Rory McIlroy  í síðustu viku á Kolon Korea Open, lauk mótinu með hring upp á 70 og samtals 3 undir pari, 3 höggum á undan Shohei Hasegawa, frá Japan.

„Að spila á Masters hefir verið draumur minn frá því ég byrjaði að spila golf,“ sagði Lee, sem vann Dongbu Promi Open á kóreönska PGA túrnum í síðasta mánuði. „Ég hélt ekki að ég fengi tækifæri til þess, þannig að þetta er mikill heiður. Ég hef aldrei verið svona spenntur.“

„Ég trúi því ekki að ég sé að spila á Masters mótinu. Ég hugsa ég átti mig ekki á þessu fyrr en á morgun.“

Guan Tianlang

Guan Tianlang

Sá sem átti titil að verja á mótinu var hinn 15 ára Guan Tianlang,  frá Kína, sem tókst að komast í gegnum niðurskurð á Masters, þrátt fyrir að hafa hlotið 1 högg í víti.

„Þetta hefir verið frábært ár hjá mér,“ sagði Tianlang, sem var 14 ára og sá yngsti sem hefir spilað í Masters. „Ég náði ekki að verja titil minn í þesari viku, jafnvel þó mér hafi þótt leikur minn ágætur, en ég er bara þakklátur fyrir þau tækifæri sem þátttakan í (Masters) mótinu hefir veitt mér.“