Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2013 | 07:00

Kæresta DJ og „Tiger“ í nánu sambandi

Grein Golf Magic sem ber heitið „Dustin Johnson´s girlfriend gets intimate with Tiger“ er ein mest lesna frétt gærdagsins.

Er ekki laust við að ýmsum hafi brugðið í brún við að lesa fyrirsögn fréttarinnar.

Gat verið að Tiger hafi ekkert snúist til betri vegar og væri enn einu sinni að „halda framhjá“ nú framhjá Lindsey með kærestu Dustin Johnson,  Paulinu Gretzky?

Neibb, það eina sem „náið samband“ Paulinu og Tiger-anna gekk út á var að Paulina lét taka mynd af sér fáklæddri með tígur-unga og síðan aðra, þar sem hún er að virða einn „Tiger-inn“ fyrir sér í dýragarði.

Paulina og tígur

Paulina og „Tiger“

Svo virðist sem allt sé í góðu milli DJ og Paulinu og Tiger og Lindsey.

Paulina og DJ (Dustin Johnson)

Paulina og DJ (Dustin Johnson)