Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 13:30

Sonur Lawrie gerist atvinnumaður

Sonur Paul Lawrie, Craig, hefir nú stigið í fótspor föður síns og gerst atvinnumaður í golfi.

Craig sem er 18 ára var með plan B þ.e. að læra til íþróttastjóra/þjálfara (ens. sports management) við Dornoch University, en þau plön hafa nú verið sett til hliðar þar sem hann spilar í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður þ.e. í  North-East Alliance tournament í Ellon, Skotlandi, sem er nálægt heimili hans í Aberdeen.

Craig Lawrie er með +1 í forgjöf og var m.a. í 10. sæti á skoska stigalista unglinga.

Stoltur faðirinn, Paul Lawrie tvítaði í fyrradag:  „My wee loon @CraigLawrie95 has turned pro this morning. All the best pal.“ (lausleg þýðing: Sonur minn Craig Lawrie gerðist atvinnumaður nú í morgun. Óska (þér) alls góðs, vinur.“

Hinn 44 ára Paul Lawrie bætti við: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvernig Craig gengur. Ég hef alltaf hvatt báða drengi okkar til að spila golf en hef aldrei ýtt þá í þá átt fremur en aðra.“

„Craig er svo sannarlega betri kylfingur en ég var þegar ég var 18. Það er vel þekkt að ég gerðist atvinnumaður með óvenjuháa forgjöf (en Paul var með 5 í forgjöf). Þannig að bara þegar litið er á það, þá er hann miklu betri en þegar ég skipti úr áhugamennsku yfir í atvinnumennskuna (Craig er með +1 í forgjöf).“

Paul Lawrie, sem er nr. 79 á heimslistanum gerir sér vel grein fyrir umbreytingunni: „Það er gífurlegt stökk frá áhugamennsku yfir í að vinna fyrir sér með golfleik,“ sagði hann m.a.

Craig, sem mun fyrst um sinn keppa á Europro, EPD & Alps mótaröðunum, er hins vegar spenntur og sagði m.a.: „Ég er spenntur fyrir því að prófa leik minn á nýju stigi samkeppni.  Mér finnst að ég hafi bætt mig s.l. 6-12 mánuði og reynslan sem ég hef fengið hjá pabba í æfingahringjum hans sem og boðsmóti hans í september þar sem ég spilaði við Peter Baker, mun hjálpa mér þegar ég tía upp í fyrsta móti mínu sem atvinnumanns.“

„Ég veit hversu erfitt þetta mun verða og hversu hár standardinn er á topp stiginu, en ég er tilbúinn að leggja mikið á mig og sjá hvað gerist. „