Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 08:30

DJ sigraði á HSBC í Shanghaí

Það var bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ), sem stóð uppi sem sigurvegari í HSBC heimsmótinu í Kína.

Hann lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (69 63 66 66).

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir sigurvegaranum varð Ian Poulter  á samtals 21 undir pari, 267 höggum og í 3. sæti varð Graeme McDowell á samtals 20 undir pari, 268 höggum.

Sergio Garcia varð í 4. sæti á samtals 18 undir pari; Justin Rose varð í 5. sæti á samtals 16 undir pari og Rory og Graeme DeLaet deildu 6. sætinu á samtals 15 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið af sigri Dj SMELLIÐ HÉR: