Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Guðmundur Ágúst hefja leik í dag á Hawaii

Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR eru nú staddir á Hawaii, þar sem þeir munu taka þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville. Axel snýr í mótinu aftur til keppni eftir nokkurt hlé, en hann hefir ekki komist í golflið Mississippi State  um mánaðarskeið. Mótið stendur dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur eru 93 frá 18 háskólum. Axel á rástíma kl. 8:06 að staðartíma og Guðmundur Ágúst kl. 8:51 (ath. að það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii).  Axel hefur því leik kl. 18:06 að íslenskum tíma og Guðmundur Ágúst kl. 18:51 að okkar tíma hér heima Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 44 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson  (Innilega til hamingju með afmælið!!!)    Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (55 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (48 ára)  ….. og …… Guðbjörg Þorsteinsd (34 ára) UglyRock Hönnun (19 ára) Hk Konfekt (38 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 18:30

Golfvellir í Frakklandi: Morfontaine (6/10)

Nú verður fram haldið að kynningu á 10 golfvöllum í kringum París, í Frakklandi. Frakkland er yndislegt golfland með 3. flesta golfvelli af löndum Evrópu, eða 574 talsins (árið 2010). Í kvöld verður örstutt kynning á einni fegurstu perlu í franskri golfvallarflóru; Morfontaine. Morfontaine golfklúbburinn var stofnaður árið 1913 af hertoganum Armand de Gramont af Guiche og á því 100 ára afmæli í ár!  Aramand de Gramont réði skoska golfvallarhönnuðinn Tom Simpson til þess að hanna 9 holu golfvöll (Vallière), þar sem hertoginn og vinir hans gætu leikið sér í golfi.  Eftir 1. heimstyrjöldina ákvað Gramont að stækka golfvöllinn sinn í 18 holu. Með fjárstuðningi nokkurra vina sinna m.a. d´Edward Esmond, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 15:30

GV: Sigurgeir Jónsson sigraði á Opna skoska

Í gær, laugardaginn 2. nóvember 2013 fór fram Opna skoska á Vestmannaeyjavelli. Þátttakendur voru 26, þar af 3 kvenkylfingar. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni og leiknar voru 9 holur. Eftir mót var kynning á Skotlandsferð sem farin verður 2014. Sigurgeir Jónsson, GV,  sigraði í punktakeppninni var á 20 punktum og í 2. sæti varð Hrefna Sighvatsdóttir, GV á 19 punktum.  Arnsteinn Ingi Jóhannesson, GV varð síðan í 3. sæti á 17 punktum. Úrslitin í heild voru eftirfarandi:  1 Sigurgeir Jónsson GV 13 F 0 20 20 20 20 2 Hrefna Sighvatsdóttir GV 28 F 0 19 19 19 19 3 Arnsteinn Ingi Jóhannesson GV 7 F 0 17 17 17 17 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 15:00

Birgir Leifur lék á 71 höggi á 2. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lék á 71 höggi á 2. degi II. stigs úrtökumóts inn á Evrópumótaröðina í Tarragona á Spání í dag. Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 1 undir pari, 141 höggi (70 71). Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 3 fugla og 3 skolla þ.e. lék á sléttu pari og hefir aðeins runnið niður skortöfluna var T-27 eftir 1. dag en er nú T-35. Í þessu móti sem öðrum, en e.t.v. enn meir í þessu móti, getur 1 högg skipt sköpum og skilið milli feigs og ófeigs. Birgir Leifur er 2 höggum á eftir efstu 20, en í þann hóp verður Birgir Leifur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 11:45

Atlantis hótel golfstjarnanna í Dubai

Atlantis – The Palm hótelið í Dubai í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er opinbera hótelið  fyrir 60 helstu golfstjörnur Evrópu og fjölskyldur þeirra, sem þátt taka í  DP World Tour Championship í Dubai, 14.-17. nóvember n.k. Spurning sem menn eru nokkuð farnir að velta fyrir sér er hvort Caroline Wozniacki muni vera þar ásamt Rory sínum? Hótelið gefur ekkert uppi um hvaða fjölskyldumeðlimir fylgja einstökum toppkylfingum. DP World Tour Championship er síðasta mótið af 46 á „Race to Dubai“, þar sem leikið er í 25 löndum í 5 heimsálfum. „Við erum mjög stolt af að vera í fimmta sinn opinbera hótel þátttakenda mótsins, “ sagði Serge Zaalof ánægður, en hann er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 11:30

Fréttamenn ESPN sem Tiger og Vonn á Hrekkjarvöku

S.l. fimmtudag, 31. október var Hrekkjarvaka (Halloween) haldin hátíðleg víðsvegar um heim. Hér á norrænum slóðum er farið nokkuð frjálslega með hvenær Hrekkjarvakan er haldin og voru t.a.m. mörg Halloween partý í gangi í gær, laugardag a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu og mátti sjá fjölmarga klædda í Hrekkjarvökubúninga. Fréttamenn ESPN Tony Kornheiser og Michael Wilbon ákváðu að dressa sig upp sem Lindsey Vonn og Tiger Woods sl. fimmtudag.  Búningur Kornheiser er sérlega flottur og eiginlega ástæða þess að þessi frétt er birt hér – en varla er hægt að hugsa sér ólíkari manneskjur í útliti en hann og Vonn! En það skiptir engu – aðalatriðið er að skemmta sér og öðrum – og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 10:00

LET: Nocera vann Suzhou Taihu Open

Franski kylfingurinn Gwladys Nocera sigraði á Suzhou Taihu Open nú í morgun. Nocera lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (69 67 65) með 3 hringi undir 70 þar sem hún bætti sig um 2 högg á hverjum mótsdaga. Í 2. sæti varð sú sem átti titil að verja hin spænska Carlota Ciganda, 2 höggum á eftir Nocera á samtals 13 undir pari. Kínverskur áhugamaður Jing Yan kom nokkuð á óvart með því að landa 3. sætinu á samtals 12 undir pari, hin franska Joanna Klatten varð í 4. sæti á samtals 11 undir pari og hin unga enska Solheim Cup stjarna Charley Hull deildi 5. sætinu með Patcharajutar Kongkrapan frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 09:45

Birgir Leifur T-27 eftir 1. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í 2. stigi úrtökumóts á Evrópumótaröðina og eftir 1. dag deilir hann 27. sætinu á 1 undir pari, 70 höggum. Efstu tveir menn mótsins, Lucas Nemecz frá Austurríki og Englendingurinn Chris Hanson eru á 7 undir pari, hvor og munar því 6 höggum á Birgi Leif og efstu mönnum; en einugis 1 höggi að hann sé meðal efstu 20 sem halda áfram á lokaúrtökumótið. Birgir Leifur leikur á einu af fjórum úrtökumótum 2. stigs á Spáni og fer mótið sem hann tekur þátt í fram á golfvelli Lumine Beach & GC í Tarragona, en völlurinn er hannaður af ástralska kylfingnum Greg Norman.  Völlurinn reynir gríðarlega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 09:15

Ný PGA Tour í Kína

Búist er við að Tim Finchem framkvæmdastjóri PGA Tour muni í dag tilkynna um að nýrri mótaröð PGA Tour Kína muni verða komið á laggirnar. Til að byrja með verða 12 mót á dagskrá hjá PGA Tour Kína og hefjast leikar í mars á næsta ári og mun verðlaunafé fyrst um sinn vera $US 200,000. (24 milljónir íslenskra króna). Spurning hvað verði um Evrópumótaröðina, en Evrópumótaröðin er þegar með 3 mót í Kína á sínum snærum: Volvo China Open, BMW Masters og HSBC Champions. Eins er spurning hvað verði með the OneAsia Tour, sem þegar er með 4 sterk mót í Kína og er með 14 mót á sinni dagskrá. M.ö.o. spurning er Lesa meira