
Birgir Leifur hefur leik á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er svo sannarlega búinn að standa sig vel að undanförnu.
Hann hefir komist á 2. stig bæði á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðinia og Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum.
Í dag kl. 10:15 að staðartíma í Tarragona á Spáni (kl. 9:15 að okkar tíma hér heima á Íslandi) hefur Birgir Leifur leik á golfvelli Lumine Beach & GC í Tarragona, en völlurinn er hannaður af ástralska kylfingnum Greg Norman.
Mót á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fara fram á 4 stöðum á Spáni: í Tarragona þar sem Birgir Leifur spilar, á Las Colinas golfvellinum í Allicante; á El Saler í Valencia og loks á Valle Romanot vellinum í Estepona, Malaga.
Mótin fara öll fram dagana 2.-5. nóvember; þátttakendur eru u.þ.b. 80 í hverju þeirra – leiknir eru 4 hringir með engum niðurskurði og u.þ.b. 25% þ.e. 20 efstu í hverju móti halda áfram á lokastig úrtökumótsins, sem fram fer á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, Spáni, dagana 10.-15. desember n.k.
Margir mjög sterkir kylfingar taka þátt í úrtökumóti Birgis Leifs þ.á.m. er Haydn Porteous frá Suður-Afríku, ensku kylfingarnir Sam Hutsby og Zane Scotland, sænsku kylfingarnir Patrik Sjöland og Jarmo Sandelin, Skotinn Elliot Saltman, spænski kylfingurinn og „heimamaðurinn“ Borje Etchart og Tiago Cruz frá Portúgal. Allt eru þetta strákar sem hafa spilað á Evrópumótaröðinni og afar líklegt að einhverjir framangreindu komist á lokaúrtökumótið.
Til þess að sjá skortöflu í mótinu SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi