Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 11:30

Fréttamenn ESPN sem Tiger og Vonn á Hrekkjarvöku

S.l. fimmtudag, 31. október var Hrekkjarvaka (Halloween) haldin hátíðleg víðsvegar um heim.

Hér á norrænum slóðum er farið nokkuð frjálslega með hvenær Hrekkjarvakan er haldin og voru t.a.m. mörg Halloween partý í gangi í gær, laugardag a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu og mátti sjá fjölmarga klædda í Hrekkjarvökubúninga.

Fréttamenn ESPN Tony Kornheiser og Michael Wilbon ákváðu að dressa sig upp sem Lindsey Vonn og Tiger Woods sl. fimmtudag. 

Búningur Kornheiser er sérlega flottur og eiginlega ástæða þess að þessi frétt er birt hér – en varla er hægt að hugsa sér ólíkari manneskjur í útliti en hann og Vonn! En það skiptir engu – aðalatriðið er að skemmta sér og öðrum – og fara að „trick-a eða treat-a“!

Vonn og Tiger eru auðvitað íþróttapar nr. 1 og verður athygli íþróttafréttamanna eflaust enn meir á þeim, þar sem 2014 Vetrar Ólympíuleikarnir og Masters mótið eru innan 3 mánaða millibils frá hvort öðru.