Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 11:30

Tiger hverrar krónu virði

Tiger Woods olli uppnámi meðal skipuleggjenda WGC-HSBC Championship, sem lauk síðustu helgi þegar hann mætti ekki vegna þess að hann varð að sinna málefnum styrktar- og samningsaðila sinna. Ekki  nema von, því alltaf þegar Tiger keppir verður mótið mun áhugaverðara í augum hins almenna golfáhugamanns. Tiger mun keppa í Tyrklandi nú í þessari viku á Turkish Airlines Open og er talinn hljóta $3 milljónir bara fyrir að mæta og tía upp. En forseta tyrkneska golfsambandisins,  Ahmet Ali Aoaoolu, finnst peningunum vel varið. „Hann kemur með til borðsins miklu meira en bara það að spila golf. Hann er súperstjarna á margan annan hátt!“ sagði Aoaoolu í viðtali við Bernie McGuire í gær. Turkish Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 08:30

Nýr golfklúbbur: Golfklúbbur Hraunborga

Ingvi Rúnar Einarsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hefir stofnað golfklúbb. Að sögn Ingva Rúnars er þessi klúbbur einungis til skemmtanna fyrir félaga. Klúbburinn er takmarkaður við sumarbústaðaeigendur og aðstandendur, í sumarbústaðasvæði að Hraunborgum, í Grímsnesi. Ingvi Rúnar sagði að  þeir sumarbústaðareigendur sæju ekki um rekstur vallarins, en samkvæmt lögum um tilgang klúbbsins, myndu þeir leitast við að ganga vel um hann og benda á, hvað betur mætti fara. Klúbburinn er stofnaður með samþykki eigenda vallarins, Sjómannadagsráði. Nýi klúbburinn heitir Golfklúbbur Hraunborga og er skammstafaður GKH.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 08:15

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Haraldur Franklín á 3. bestu skorum liða sinna eftir fyrri dag ASU mótsins í Alabama

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette hófu í gær leik á ASU Fall Beach Classic, sem fram fer í Peninsula Golf & Racquet Club á Golf Shores, Alabama. Þetta eru síðustu mót Andra Þórs og Haraldar Franklín fyrir jól. Þátttakendur í ASU Fall Beach Classic eru 73 frá 13 háskólum.  Mótið stendur 4.-5. nóvember og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld. Eftir fyrri mótsdag þar sem spilaðir voru 2 hringir er Haraldur Franklín T-22 í einstaklingskeppninni og Louisiana Lafayette í 5. sætinu í liðakeppninni og telur þar skor Haraldar sem er á 3. besta skori liðs síns. Haraldur Franklín Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Erfið byrjun hjá íslensku kylfingunum á Hawaii

Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU eru nú staddir á Hawaii, þar sem þeir munu taka þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville. Mótið stendur dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur eru 93 frá 18 háskólum. Eftir 1. dag eru háskólalið Axels, Mississippi State, í 2. sæti, en skor Axels telur ekki þar sem hann er í 5. og síðasta sætinu en 4 bestu skor telja.  Í einstaklingskeppninni er Axel T-56 þ.e. deilir 56. sætinu með 13 öðrum kylfingum. Axel lék fyrsta hring á 2 yfir pari, 74 höggum. Sömu sögu er eiginlega að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 22:00

Johnson bræður í sviðsljósinu í Shanghaí!

Dustin Johnson (oft kallaður DJ) lauk við 2013 keppnistímabilið á sama hátt og hann hóf það, með því að vinna sér inn óheyrilega peningafjárhæð eftir að hafa haft betur gegn samkeppninni, sem flestallir hafa sigrað á stórum atvinnumótum. Annað markvert sem gerðist í gær í Shanghaí á HSBC mótinu var að fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy tryggði sér sæti á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí. En á það er bara minnst svona í framhjáhlaupi. Sigur DJ var sætur því litli bróðir hans, Austin var á pokanum hjá honum í stað kaddýsins Bobby Brown og kærestan, Paulina Gretzky fylgdist með hverju fótspori síns heittelskaða allar 72 holurnar í Sheshan golfklúbbnum.  Paulina, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 20:00

Birgir Leifur á 70 á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, stóð sig vel  í dag, á 3. hring úrtökumótsins á Lumine golfstaðnum í Tarragona, á Spáni. Hann lék á 1 undir pari, 70 höggum og er T-41, þ.e. deilir 41. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Aðeins 20 efstu komast áfram á lokaúrtökumótið í Girona í desember n.k. og ljóst að Birgir Leifur verður að vera einbeittur á morgun og eiga feykigóðan hring til þess að komast til Girona. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 2 undir pari, 211 höggum (70 71 70).  Efsti maður, Englendingurinn Chris Hanson, hefir leikið á samtals 201 höggi (64 70 67) þannig að það munar að meðaltali 3 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður fæddist 4. nóvember 1964. Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur.   Aðalheiður er gift og á 3 börn.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:   Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Seve Benson, 4. nóvember 1986 (27 ára) …. og …… Snyrti Og Nuddstofan Paradís (33 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 09:00

GKS: „Golfsumar GKS 2013″ eftir Ingvar Kr. Hreinsson – SNAG til Siglufjarðar!

Í sumum golfklúbbum er svo sem siður er farið að gera golfárið upp. Ingvar Kr. Hreinsson, formaður GKS gerir hér upp golfsumarið hjá Golfklúbbi Siglufjarðar í góðri grein: „Óhætt er að segja að golfsumarið 2013 hafi ekki byrjað glæsilega, snjó tók ekki upp af vellinum fyrr en í byrjun júní og kom þá í ljós að 7 af 9 flötum vallarins voru meira og minna ónýtar af kalsárum. Útbúnar voru svokallaðar vetrarflatir til þess að hægt væri að opna völlinn.  Ekki var hægt að byrja keppni fyrr en 12. júní.  Á dagskrá sumarsins voru 24 mót en fresta eða fella þurfti niður 5 mót bæði vegna vallaraðstæðna og veðurs. Stærsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 08:30

Els mótmælir – ekki með í Dubaí

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ernie Els hefir lýst því sem „skrípaleik“ að Evrópumótaröðin sé að gera kröfur um aukna keppnisþátttöku kylfinga á Evrópumótaröðinni. Í mótmælaskyni ætlar Els ekki að taka þátt í flaggskipsmóti mótaraðarinnar í Dubaí. Els er fúll yfir nýjum reglum Evrópumótaraðarinnar að  kylfingar verði að spila í 2 af 3 mótum sem eru á undan lokamótinu í Dubaí, til þess að mega taka þátt í Dubaí, en flestir vilja komast þangað til að geta keppt um $ 8 milljóna verðlaunaféð. Els finnst það að takmarka þátttakendur við 60 efstu á stigalistanum ætti að vera nóg.  Til þess að vera meðal efstu 60 verða kylfingar að hafa gert Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 07:45

Dyson ekki með á Turkish Open

Simon Dyson hefir dregið sig úr Turkish Open, vegna þess að keppnisbann eða jafnvel frávísun úr Evrópumótaröðinni vofir yfir honum. Hinn 35 ára enski kylfingur (Dyson) var í 2. sæti þegar honum var vísað úr BMW Masters mótinu eftir að sjónvarpsáhorfandi hringdi inn og benti dómurum mótsins á að Dyson hefði snert púttlínu sína á 8. flöt á 2. hring mótsins og líklega slétt takkafar á flöt, (sem er bannað, en ein ástæða þess er m.a. sú að ef allir myndu laga takkaför á flötum, myndi það koma niður á leikhraða). Dyson, sem er frá York á Englandi sást snerta flötina á myndskeiði eftir að hann hafði merkt bolta sinn Lesa meira