Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Guðmundur Ágúst hefja leik í dag á Hawaii

Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR eru nú staddir á Hawaii, þar sem þeir munu taka þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville.

Axel snýr í mótinu aftur til keppni eftir nokkurt hlé, en hann hefir ekki komist í golflið Mississippi State  um mánaðarskeið.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU

Mótið stendur dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur eru 93 frá 18 háskólum.

Axel á rástíma kl. 8:06 að staðartíma og Guðmundur Ágúst kl. 8:51 (ath. að það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii).  Axel hefur því leik kl. 18:06 að íslenskum tíma og Guðmundur Ágúst kl. 18:51 að okkar tíma hér heima á Íslandi.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Axels og Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: