Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 09:45

Birgir Leifur T-27 eftir 1. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í 2. stigi úrtökumóts á Evrópumótaröðina og eftir 1. dag deilir hann 27. sætinu á 1 undir pari, 70 höggum.

Efstu tveir menn mótsins, Lucas Nemecz frá Austurríki og Englendingurinn Chris Hanson eru á 7 undir pari, hvor og munar því 6 höggum á Birgi Leif og efstu mönnum; en einugis 1 höggi að hann sé meðal efstu 20 sem halda áfram á lokaúrtökumótið.

Birgir Leifur leikur á einu af fjórum úrtökumótum 2. stigs á Spáni og fer mótið sem hann tekur þátt í fram á golfvelli Lumine Beach & GC í Tarragona, en völlurinn er hannaður af ástralska kylfingnum Greg Norman.  Völlurinn reynir gríðarlega mikið á nákvæmni og þolinmæði.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í úrtökumótinu í Tarragona  SMELLIÐ HÉR: 

Annar hringur er þegar hafinn en Birgir Leifur fór út kl. 9:10 að staðartíma nú í morgun (Kl. 8:10 að íslenskum tíma) og ætti því að verða hér um bil búinn að spila fyrri 9 um þetta leyti!