Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 15:00

Birgir Leifur lék á 71 höggi á 2. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lék á 71 höggi á 2. degi II. stigs úrtökumóts inn á Evrópumótaröðina í Tarragona á Spání í dag.

Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 1 undir pari, 141 höggi (70 71).

Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 3 fugla og 3 skolla þ.e. lék á sléttu pari og hefir aðeins runnið niður skortöfluna var T-27 eftir 1. dag en er nú T-35.

Í þessu móti sem öðrum, en e.t.v. enn meir í þessu móti, getur 1 högg skipt sköpum og skilið milli feigs og ófeigs.

Birgir Leifur er 2 höggum á eftir efstu 20, en í þann hóp verður Birgir Leifur að spila sig ætli hann að komast á lokaúrtökumótið á PGA Catalunya golfvellinum í Girona í næsta mánuði.   Það er vonandi að hann eigi hring upp á 67, líkt og á úrtökumótinu fyrir Web.com mótaröðina á morgun og hinn daginn líka!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Tarragona  SMELLIÐ HÉR: