Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 10:00

LET: Nocera vann Suzhou Taihu Open

Franski kylfingurinn Gwladys Nocera sigraði á Suzhou Taihu Open nú í morgun.

Nocera lék á samtals 15 undir pari, 201 höggi (69 67 65) með 3 hringi undir 70 þar sem hún bætti sig um 2 högg á hverjum mótsdaga.

Í 2. sæti varð sú sem átti titil að verja hin spænska Carlota Ciganda, 2 höggum á eftir Nocera á samtals 13 undir pari.

Kínverskur áhugamaður Jing Yan kom nokkuð á óvart með því að landa 3. sætinu á samtals 12 undir pari, hin franska Joanna Klatten varð í 4. sæti á samtals 11 undir pari og hin unga enska Solheim Cup stjarna Charley Hull deildi 5. sætinu með Patcharajutar Kongkrapan frá Thaílandi en báðar léku þær á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Suzhou Taihu Open SMELLIÐ HÉR: