Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 09:15

Ný PGA Tour í Kína

Búist er við að Tim Finchem framkvæmdastjóri PGA Tour muni í dag tilkynna um að nýrri mótaröð PGA Tour Kína muni verða komið á laggirnar.

Tim Finchem

Til að byrja með verða 12 mót á dagskrá hjá PGA Tour Kína og hefjast leikar í mars á næsta ári og mun verðlaunafé fyrst um sinn vera $US 200,000. (24 milljónir íslenskra króna).

Spurning hvað verði um Evrópumótaröðina, en Evrópumótaröðin er þegar með 3 mót í Kína á sínum snærum: Volvo China Open, BMW Masters og HSBC Champions.

Eins er spurning hvað verði með the OneAsia Tour, sem þegar er með 4 sterk mót í Kína og er með 14 mót á sinni dagskrá.

M.ö.o. spurning er hvort af samvinnu hinnar nýju PGA Tour Kína verði að ræða við Evrópumótaröðina og OneAsia Tour.  Margar spurningar vakna í því sambandi,  en þeim svarar Finchem líklega seinna í dag.