Scott ánægður í Ástralíu
Ástralski kylfingurinn Adam Scott hefir haldið á heimaslóðir þar sem hann tekur þátt í Australian PGA mótinu, á Ástral-Asíu mótaröðinni, en mótið hefst á morgun í RACV Royal Pines Resort, á Gullströndinni (ens.Gold Coast), í Queensland, Ástralíu. Adam hefir aldrei sigrað í mótinu. Það var tekið á móti Adam eins og rokkstjörnu í Queensland eins og sjá m.a. grein um það með því að SMELLA HÉR: Og Scott er líka góður gæi því hann vildi fremur spila í Ástralíu heldur en Asíu, þar sem mun meiri peningar eru í boð – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: Og eins og segir tóku landsmenn Adams vel á móti honum, en hann Lesa meira
Tiger: „Hef farið í 5 lyfjapróf á árinu“
Tiger hefir farið í jafnmörg lyfjapróf á árinu og mót sem hann hefir sigrað í eða 5 samtals. Hann segist ekki geta tekið undir það, sem lögmaður Vijay Singh, Peter R Ginsberg, sem hélt fram fyrir bandarískum dómstólum að gerðar hefðu verið „undantekningar á undantekningar ofan“ þegar kæmi að því að senda toppkylfinga í lyfjapróf. Þegar Tiger var spurður um lyfjapróf á blaðamannafundi fyrir Turkish Airlines Open í morgun og ofangreind ummæli Ginsberg borin undir hann, svaraði Tiger: „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr en þú sagðir þetta,“ svaraði hann blaðamanninum. „En ég veit að við erum sendir í lyfjapróf reglulega á árinu.“ „Ég held að ég hafi verið prófaður Lesa meira
Tekið tillit til mótmæla Els
Forsvarsmenn Evrópumótaraðarinnar eru sagðir að ætla að breyta reglum um að leikmenn verði að hafa spilað á 2 af 3 mótum fyrir lokamótið í Dubaí, eftir heiftarleg mótmæli Ernie Els sem dró sig úr lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubai og auk þess Turkish Airlines Open í mótmælaskyni. Fleiri mótmælendur hafa bættst í hópinn; þannig spila verða þeir Charl Schwartzel og Sergio Garcia ekki með á lokamótinu í Dubaí, þó vissulega hafi báðir þátttökurétt. 60 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar hafa þátttökurétt, þ.e.a.s. þeir þessara 60 sem þar að auki hafa leikið í 2 af 3 mótum Evróumótaraðarinnar fyrir lokamótið. Mótmæli Els og félaga gengu út á að ósanngjarnt væri að gera auk Lesa meira
Tiger slær frá Asíu til Evrópu
Tiger Woods náði enn einum áfanganum í löngum og færsælum ferli sínum í Istanbúl, Tyrklandi í gær; þegar hann varð fyrsti kylfingurinn til þess að slá golfbolta frá austri til vesturs á Bosphorus brúnni Tiger sló fullt af golfboltum fyrir framan alþjóðlegu og staðbundnu pressuna. „Að vera fyrsti kylfingurinn til þess að gera þetta er mjög svalt,“ sagði hinn 14-faldi risamótameistari og nr. 1 á heimslistanum, sem þátt tekur í fyrsta móti Evrópumótaraðarinnar í Tyrklandi, Turkish Airlines Open, þar sem verðlaunapotturinn er $ 7 milljónir. „Ég hef virkilega notið heimsóknar minnar til Istanbúl. Að sjá Bosphorus í fyrsta sinn var skemmtileg og minnisstæð reynsla,“ sagði Tiger. Hengibrúin sem tengir heimsálfurnar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel á 71 og Guðmundur Ágúst á 75 á 2. degi í Hawaii
Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU eru nú staddir á Hawaii, þar sem þeir taka þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville. Mótið stendur dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur eru 93 frá 18 háskólum. Eftir 2. dag eru Axel og félagar í 3. sæti í mótinu og er skor Axels farið að telja en hann deilir 4. sætinu yfir besta skor liðs síns. Axel er búinn að spila á samtals 145 höggum (74 71) og er sem stendur T-53, þ.e. deilir 53. sætinu með 6 öðrum. Guðmundur Ágúst og ETSU deila 7. sætinu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri og Haraldur luku leik í Alabama
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette luku leik í gær á ASU Fall Beach Classic, sem fram fór í Peninsula Golf & Racquet Club á Golf Shores, Alabama. Þetta var síðasta mót Andra Þórs og Haraldar Franklín fyrir jól. Þátttakendur í ASU Fall Beach Classic voru 73 frá 13 háskólum. Mótið stóð 4.-5. nóvember og var lokahringurinn leikinn í gær. Haraldur Franklín og Louisiana Lafayette urðu í 4. sæti í liðakeppninni. Skor Haraldar taldi ekki en hann var á 5. og lakasta skori í liði sínu. Haraldur Franklín lék á samtals 227 höggum (75 73 79) og varð T-36. Andri Þór Lesa meira
Ein hola eftir hjá Birgi Leif
Það hefir gengið á ýmsu hjá Birgi Leif Hafþórssyni, GKG, sem tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á golfvelli Lumine golfstaðarins í Tarragona, Spáni. Um hádegisbilið í dag var keppni á úrtökumótinu í Lumine frestað vegna slæms veðurs, þ.e. vindasamra aðstæðna. Má ætla að ýmsir kylfingar hafi spilað verr en venjulega, vegna veðuraðstæðnanna – en ekki okkar maður – Birgir Leifur er á samtals 3 undir pari fyrir lokaholuna, en keppni hófst á ný en var blásin af aftur vegna myrkurs…. en þá átti Birgir Leifur þá 18. eftir og væri óskandi að hann fengi fugl á hana. Birgir Leifur fer út kl. 8:40 að staðartíma í Tarragona, sem er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Haukur Óskarsson – 5. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Haukur Óskarsson. Einar Haukur er fæddur 5. nóvember 1982 og á því 31 árs afmæli í dag!!! Einar Haukur byrjaði að spila golf 12 ára gamall. Hann lærði golfvallarfræði í Elmwood College og var vallarstjóri GOB, en flutti sig yfir í Golfklúbbinn Keili árið 2012. Meðal afreka hans í golfinu er að sigra á 3. stigamóti íslensku mótaraðarinnar 2009. Eins fékk Einar Haukur silfrið á Íslandsmeistaramótinu eftirminnilega í holukeppni 2009, eftir æsilegan úrslitaleik við Kristján Þór Einarsson, GK, (þá GKJ). Meðal helstu afreka Einars Hauks 2012 var að hann sigraði á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, í Grafarholtinu. Í ár, 2013, var Einar Haukur m.a. einn þeirra Lesa meira
Haukur Örn í framboð
Haukur Örn Birgisson varaforseti GSÍ hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi. Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár. Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur Lesa meira
Vonn um Tiger: „Hann er fyndinn“ – Myndskeið
Golffréttamiðlar eru uppfullir af fréttum í dag um viðtal sem kæresta Tiger, Lindsey Vonn var í hjá Katie Couric í ABC viðtalsþættinum, Katie. Þar sagði Lindsey m.a. aðspurð um hvernig persóna Tiger væri:„Hann er fyndinn, hann er afslappaður, hann er alveg ágætis náungi. Hann er alltaf að segja brandara. Hann hefir mikið keppnisskap (eins og ég). Við erum með mjög líka persónuleika. Ef það er eitt sem ég ætti að segja um hann þá er það að hann sé fyndinn. Hann er oft hallærislega fyndinn“ (ens.: dorky goofy, eiginlega nörd eða auli). Hægt er að sjá part úr viðtalinu með því að SMELLA HÉR:










