Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 16:00

Vonn um Tiger: „Hann er fyndinn“ – Myndskeið

Golffréttamiðlar eru uppfullir af fréttum í dag um viðtal sem kæresta Tiger, Lindsey Vonn var í hjá Katie Couric í ABC viðtalsþættinum, Katie.

Þar sagði Lindsey m.a. aðspurð um hvernig persóna Tiger væri:„Hann er fyndinn, hann er afslappaður, hann er alveg ágætis náungi. Hann er alltaf að segja brandara.  Hann hefir mikið keppnisskap (eins og ég). Við erum með mjög líka persónuleika. Ef það er eitt sem ég ætti að segja um hann þá er það að hann sé fyndinn. Hann er oft hallærislega fyndinn“ (ens.: dorky goofy, eiginlega nörd eða auli).

Hægt er að sjá part úr viðtalinu með því að SMELLA HÉR: