Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2013 | 20:00

Ein hola eftir hjá Birgi Leif

Það hefir gengið á ýmsu hjá Birgi Leif Hafþórssyni, GKG, sem tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á golfvelli Lumine golfstaðarins í Tarragona, Spáni.

Um hádegisbilið í dag var keppni á úrtökumótinu í Lumine frestað vegna slæms veðurs, þ.e. vindasamra aðstæðna.

Má ætla að ýmsir kylfingar hafi spilað verr en venjulega, vegna veðuraðstæðnanna – en ekki okkar maður – Birgir Leifur er á samtals 3 undir pari fyrir lokaholuna, en keppni hófst á ný en var blásin af aftur vegna myrkurs…. en þá átti Birgir Leifur þá 18. eftir og væri óskandi að hann fengi fugl á hana.

Birgir Leifur fer út kl. 8:40 að staðartíma í Tarragona, sem er kl. 7:40 að okkar tíma hér heima á Íslandi.

Ekkert er gefið upp um stöðu einstakra leikmanna, hvorki þeirra sem lokið hafa leik eða yfirleitt hvernig staðan er en SMELLA MÁ HÉR til að rifja upp stöðuna eftir 3. hring.