
Scott ánægður í Ástralíu
Ástralski kylfingurinn Adam Scott hefir haldið á heimaslóðir þar sem hann tekur þátt í Australian PGA mótinu, á Ástral-Asíu mótaröðinni, en mótið hefst á morgun í RACV Royal Pines Resort, á Gullströndinni (ens.Gold Coast), í Queensland, Ástralíu.
Adam hefir aldrei sigrað í mótinu.
Það var tekið á móti Adam eins og rokkstjörnu í Queensland eins og sjá m.a. grein um það með því að SMELLA HÉR:
Og Scott er líka góður gæi því hann vildi fremur spila í Ástralíu heldur en Asíu, þar sem mun meiri peningar eru í boð – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR:
Og eins og segir tóku landsmenn Adams vel á móti honum, en hann hlaut m.a. lykilinn að Gullstrandarborginni (ens. The City of the Gold Coast), en Adam ólst þar upp.
Ástralir eru afar ánægðir með Adam og að hann skyldi hafa sigrað á The Masters risamótinu s.l. apríl. Hann var m.a. spurður um það á blaðamannafundi fyrir mótið í morgun hverju sigurinn hefði breytt fyrir hann. Í viðtalsmyndskeiðinu hér að neðan reifar Adam svar við spurningunni, en þar kemur m.a. fram að hann sé afar ánægður með að vera kominn heim til Ástralíu (er það nema von rokkstjörnumeðferð og lykill að borg!)
Til þess að sjá viðtalið við Adam Scott fyrir Australian PGA SMELLIÐ HÉR:
Líka kom fram á fundinum að Scott teldi sig vel eiga möguleika á að sigra á öðrum risamótum.
„Svo lengi sem ég held áfram ítarlegum æfingum og undirbúningi tel ég mig geta sigrað á fleirum risamótum, sigrað á öðru Masters móti, sigrað á Opna breska, vonandi Opna bandaríska og PGA Championship,“ sagði nr. 2 á heimslistanum (Adam Scott) við AAP.
„Það væri gaman að vinna Grand slam, þ.e. öll fjögur risamótin og koma mér í þann virkilega litla hóp leikmanna, sem unnið hafa öll risamótin.“
„Þetta er ágætis markmið, en það er enn fjarri lagi.“
„Ég hef aðeins sigrað á einu móti þannig að það er mikil vinna framundan,“ sagði Adam Scott hógvær.
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022