Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2013 | 11:30

Tiger: „Hef farið í 5 lyfjapróf á árinu“

Tiger hefir farið í jafnmörg lyfjapróf á árinu og mót sem hann hefir sigrað í eða 5 samtals.

Hann segist ekki geta tekið undir það, sem lögmaður Vijay Singh, Peter R Ginsberg, sem hélt  fram fyrir bandarískum dómstólum að gerðar hefðu verið „undantekningar á undantekningar ofan“ þegar kæmi að því að senda toppkylfinga í lyfjapróf.

Þegar Tiger var spurður um lyfjapróf á blaðamannafundi fyrir Turkish Airlines Open í morgun og ofangreind ummæli Ginsberg borin undir hann, svaraði Tiger:

„Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr en þú sagðir þetta,“ svaraði hann blaðamanninum. „En ég veit að við erum sendir í lyfjapróf reglulega á árinu.“

„Ég held að ég hafi verið prófaður 5 sinnum á þessu ári. Þetta er venjulegi fjöldinn fyrir flesta okkar strákanna (á PGA Tour).“

„En það er allt sem ég hef heyrt um þetta (þ.e. ummælin sem látin voru falla í Singh-málinu) þar til þú minntist hér á þetta.“

Aðspurður hvort það myndi valda honum áhyggjum ef undantekningar hefðu verið gerðar á prófununum þá svaraði Tiger: „Þar til ég hef allar staðreyndir get ég í raun ekki svarað þessu“

Justin Rose, sigurvegari Opna bandaríska, sem líka tekur þátt í Turkish Airlines Open upplýsti að hann hefði verið sendur í lyfjapróf í Bandaríkjunum, en aldrei á Evróputúrnum.

„Ég hef oft verið lyfjaprófaður á PGA Tour,“ sagði Rose „Í ár hefir heldur sjaldan verið lyfjaprófað, ég myndi segja svona 4 sinnum að meðaltali.“

„Það er ótrúlega tilviljunarkennt hvenær prófað er, maður er bara tekinn inn þegar þeim hentar og það getur verið pirrandi en golf er orðið ansi stór íþrótt þannig að koma verður þessu við. En ég held að ég hafi aldrei verið lyfjaprófaður á Evrópumótaröðinni.“