Afmæliskylfingar dagsins: Hallgrímur Friðfinnsson og Davíð Gunnlaugsson ———- 7. nóvember 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Hallgrímur Friðfinnsson og Davíð Gunnlaugsson. Hallgrímur er fæddur 7. nóvember 1943 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hallgrímur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Hallgríms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hallgrímur Friðfinnsson (70 ára merkisafmæli!!! Innilega til hamingju með afmælið!!!) Davíð er fæddur 7. nóvember 1988 og á kvart aldar afmæli í dag í dag. Davíð er laganemi, golfleiðbeinandi og afrekskylfingur Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Hann er í sambúð með Heiðu Guðnadóttur, klúbbmeistara kvenna í GKJ 2012. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Davíð með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Lesa meira
Evróputúrinn: 1. hring frestað vegna myrkurs á Turkish Airlines Open
Ekki náðist að klára 1. hring á Turkish Airlines Open vegna myrkurs og var leik hætt kl. 16:42 að staðartíma (14:42 hjá okkur). Flestallir keppendur eiga eftir að ljúka hringjum sínum, en mótinu var einnig frestað í morgun vegna úrhellisrigningar og þrumuveðurs. Lokið verður við 1. hring á morgun. Þeir sem leiða mótið, sem stendur, eru 3 kylfingar: Englendingarnir Paul Casey og Steve Webster og Suður-Afríkumaðurinn Darren Fichardt. Allir eru þremenningarnir búnir að spila á 7 undir pari; Casey og Fichardt eftir 14 holu spil og Webster eftir aðeins 12 holu spil; Þeir eiga sem sagt ólokið við að spila 4 og 6 holur. Tiger Woods, sem fékk $ 3 Lesa meira
Golfvellir í Frakklandi: Béthemont (7/10)
Béthemont Country Club er einn af fremur nýlegum völlum, stofnaður 1989, þ.e. hann á sér ekki langa sögu eins og t.a.m. sá sem kynntur var s.l. sunnudag, Morfontaine (1913). Béthemont er 30 km í vestur af París. Við klúbbinn er fallegur, vel viðhaldinn golfvöllur, sem Þjóðverjinn Bernard Langer hannaði. Þetta er skógarvöllur, með mörgum skemmtilegum holum, þar sem reynir á allar kylfur í pokanum. Nokkuð eru um hæðir og hóla þ.e. hann er ekki sá auðveldasti undir fótinn. Völlurinn er par-72, 6035 metra af öftustu teigum. Ráðlegt er að bóka hring fyrirfram og strangt er farið eftir að kanna forgjöf – þannig ekki gleyma forgjafarpassa. Eins er ekki ódýrt að spila Lesa meira
Golfnestið: Hvaða ávöxtur er hollastur?
Við skulum hespa þessu af í einni setningu: Íslendingar mættu alveg borða meira af ferskum ávöxtum. Sérstaklega er mikilvægt að hafa þetta í huga á þessum dimma árstíma, þegar margir leggjast í ofurát yfir jólahátíðina. Næringafræðingar mæla með að hver einstaklingur borði a.m.k. 1 ávöxt á hverjum degi og að ekki ætti alltaf að borða sama ávöxtinn svo fáist fjölbreytni mikilvægra næringarefna. Þetta er mikilvæg ábending fyrir okkur kylfinga, sem oft á tíðum viljum bara halda okkur við „golfávöxtinn okkar“ bananann. Ekki það að hann sé slæmur, langt frá því, hann hentar kylfingum einkar vel næringarfræðilega séð. Miklu meira úrval af skemmtilegum ávöxtum gefur að finna í ávaxtadeildum matvöruverzlanna og Lesa meira
Rickie Fowler leiðir á 1. degi PGA Australia á 63 glæsihöggum – Adam Scott í 2. sæti
Í nótt hófst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu, Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola. Leikið er RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast). Eftir 1. dag leiðir bandaríski Golf Boys-inn Rickie Fowler, en hann átti glæsihring í morgun upp á 8 undir pari, 63 högg. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Fowler á 6 undir pari, 65 höggum, eru þeir Adam Scott (sem m.a. fékk lyka að Gullstrandarborginni afhenta, en eiginlega má segja að Scott sé heimamaður, þar sem hann ólst upp á Gullströndinni). Scott deilir 2. sætinu með löndum sínum Matthew Ballard og David McKenzie. Þess mætti geta að Scott hefir aldrei sigrað á þessu móti og klæjar Lesa meira
Viðtal við Stenson fyrir Turkish Airlines Open
Fréttamenn Evrópumótaraðarinnar tóku viðtal við nr. 3 á heimslistanum Henrik Stenson fyrir Turkish Airlines Open. Þar var m.a. til umræðu skemmtilegt veðmál milli Stenson og Ian Poulter og eins var til umræðu hvernig úlnliður Stenson er, en hann hefir verið að há honum að undanförnu. Stenson sagði úlnliðinn allan vera að koma til, hann væri mikið með hann á ís. Eins sagði hann ekki hafa áhyggjur af að tapa aftur í veðmáli við Poulter – hann myndi ekki ná sér í þetta sinn Til þess að sjá viðtalið við Henrik Stenson SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar luku leik í 3. sæti í Hawaii – Guðmundur Ágúst og félagar í 10. sæti
Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku leik í gær á Hawaii, þar sem þeir tóku þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville. Mótið stóð dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur voru 93 frá 18 háskólum. Axel lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (74 71 69) og varð T-35 í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skori liðs síns og taldi það því í 3. sætis árangri Mississippi State á mótinu! Axel greinilega að koma tilbaka – en hann átti m.a. glæsilokahring upp á 3 undir pari, 69 högg. Guðmundur Ágúst Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Juliana Murcia Ortiz – 6. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Juliana Murcia Ortiz, frá Kólombíu. Juliana er fædd 6. nóvember 1987 og er því 26 ára í dag!!! Juliana var ein af nýju stúlkunum á LPGA, keppnistímabilið 2012 og má sjá kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Juliana hefir takmarkaðan spilarétt á LPGA í ár. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (78 ára); Halldór Bragason, f. 6. nóvember 1956 (57 ára); Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (35 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (27 ára); Pétur Aron Sigurðsson, GL, f. 6. nóvember 1994 (19 ára)…. og ….. Lesa meira
Viðtal við Birgi Leif um Lumine úrtökumótið
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék síðasta hringinn á II. stigi úrtökumóts á Evrópumótaröðinni á golfvelli Lumine Golf & Beach Club, í Tarragona, Spáni, á 70 höggum, í dag. Samtals lék Birgir Leifur á 3 undir pari, (70 71 70 70) en það dugði því miður ekki til þess að komast á lokaúrtökumótið í Girona. Það munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist í bráðabana um sæti á lokaúrtökumótinu! Golf 1 tók eftirfandi viðtal við Birgi Leif, sem kominn var út á flugstöð og að innrita sig inn í flug á leið heim til Íslands. Engu að síður svaraði Birgir Leifur eftirfarandi spurningum: Golf 1: Hvað komust margir Lesa meira
Munaði 1 höggi að Birgir Leifur kæmist áfram
Því miður komst Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, ekki áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Hann lék hringina 4 á II. stigi útökumótsins á Lumine golfstaðnum í Tarragona, Spáni á samtals 3 undir pari (70 71 70 70) og varð T-22 þ.e. deildi 22. sætinu með 7 öðrum kylfingum, sem ekki komust áfram. Einungis efstu 20 komust áfram á lokaúrtökumótið þ.e. þeir sem voru á samtals 4 undir pari og munaði því aðeins 1 höggi að Birgir Leifur kæmist áfram. Birgir Leifur átti aðeins 1 holu, þá 18., eftir óspilaða eftir hvassviðri gærdagsins, þegar mótinu var frestað, en síðan eftir lægði, var spilað aftur, en síðan var mótinu frestað vegna myrkurs… og þá Lesa meira










