Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2013 | 10:00

Rickie Fowler leiðir á 1. degi PGA Australia á 63 glæsihöggum – Adam Scott í 2. sæti

Í nótt hófst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu, Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola.

Leikið er RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast).

Eftir 1. dag leiðir bandaríski Golf Boys-inn Rickie Fowler, en hann átti glæsihring í morgun upp á 8 undir pari, 63 högg.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Fowler á 6 undir pari, 65 höggum,  eru þeir Adam Scott (sem m.a. fékk lyka að Gullstrandarborginni afhenta, en eiginlega má segja að Scott sé heimamaður, þar sem hann ólst upp á Gullströndinni). Scott deilir 2. sætinu með löndum sínum Matthew Ballard og David McKenzie.

Þess mætti geta að Scott hefir aldrei sigrað á þessu móti og klæjar því risamótsstjörnuna í puttana að krækja sér í sigur í þetta sinn og verður spennandi að fylgjast með hvernig honum gengur.

Einn í 5. sæti er síðan Nathan Green á 5 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag PGA Australia með því að SMELLA HÉR: