Evróputúrinn: Tiger lék gott golf í Tyrklandi – 4 deila efsta sæti í hálfleik
Tiger Woods lék gott golf á 2. degi Turkish Airlines Open mótsins. Þegar leik var frestað í gær vegna myrkurs var Tiger aðeins búinn að ná að spila 10 holur og var í 50. sæti. Hann átti töfrahring á 2. degi upp á 9 undir pari, 63 högg, hring þar sem hann skilaði „hreinu“ skorkorti, missti ekki högg og var með 9 fugla! Þar með sýndi hann og sannaði af hverju hann er nr. 1 á heimslistanum…. en sem stendur situr hann einn í 5. sæti mótsins. Sjá má myndskeið frá frábærum hring Tiger á 2. degi Turkish Open með því að SMELLA HÉR: Aðeins 1 högg skilur að Tiger Lesa meira
Vonn vill stuðning Tiger í Sochi
Frá því að Lindsey Vonn og Tiger Woods hófu samband sitt í vor hefir Vonn líklega sést meira á grasi en snjó. Mestan part sumars hefir Vonn verið á hliðarlínum á golfvöllum víðsvegar um heiminn að hvetja betri helming sinn og hún er meðal þekktustu kæresta kylfingar um allan heim. Hún var m.a. á Forsetabikarnum, þar sem hún var ákafur stuðningsmaður bandaríska liðsins…. auðvitað. En skv. ýmsum bandarískum heimildum virðist sem Tiger ætli ekki að endurgjalda greiðann á næsta ári á Vetrar-Ólympíuleikunum í Sochi. Þegar Vonn var spurð að því að Access Hollywood hvort Tiger myndi hvetja hana áfram þegar hún hefur Ólympíutitlsvörn sína í bruni í Sochi svaraði hún Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Dagný Marín og Heiðar Davíð – 8. nóvember 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Dagný Marín Sigmarsdóttir og Heiðar Davíð Bragason. Dagný er fædd 8. nóvember 1962 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og því 36 ára í dag. Dagný Marín er klúbbmeistari Golfklúbbs Skagastrandar 2012. Hún vinnur við Spákonuhof á Skagaströnd og á 3 börn: Sonju, Sverri og Sigurbjörgu. Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD). Hann er tvöfaldur klúbbmeistari í ár 2013 þ.e. bæði klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Auk framangreinds hefir Heiðar Davíð gert ýmislegt og unnið marga aðra sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og Lesa meira
LPGA: Oyama efst eftir 1. dag Mizuno Classic
Í nótt hófst í Japan, nánar tiltekið á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, Mizuno Classic mótið. Eftir 1. dag er það heimakonan Shiho Oyama sem leiðir á 4 undir pari, 68 höggum. Oyama er 43 ára, fædd 31. desember 1969 og er því að spila við margar sér allt að helmingi yngri samkeppendur. Oyama gerðist atvinnumaður árið 2000 og hefir á ferli sínum unnið sér inn $234,170. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru eftirfarandi kylfingar: þær Hee-Won Han, Eun-bi Jang , Na-Ri Lee, Jiyai Shin og Chella Choi frá Suður-Kóreu, Pernilla Lindberg frá Svíþjóð, Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum og síðan tvær heimakonur frá Japan: Kaori Nakamura og Junko Omote. Til þess Lesa meira
Kokrak fékk ás á par-4 holu
Jason Kokrak er einn högglengsti kylfingur PGA mótaraðarinnar bandarísku, en hann slær að meðaltali 300 metra í upphafshöggum sínum í mótum PGA Tour. Kokrak er meðal keppenda á McGladreys mótinu, sem hófst í gær og fer fram á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum. Kokrak tók m.a. þátt í Pro-Am mótinu, sem er oftast haldið fyrir mótið og viti menn hann fór holu í höggi á 409 yarda (374 metra) par-4 5. holu Seaside vallarins; en líkurnar á að slá draumahöggið á par-4 holu eru 1 á móti milljón. Til þess að setja hlutina í eitthvert samhengi þá er par-4 5. brautin á Seaside golfvellinum næstum jafnlöng Lesa meira
Adam Scott efstur í hálfleik
Adam Scott er efstur á Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola, eftir 2. mótsdag, þ.e. nú þegar mótið er hálfnað. Leikið er RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast). Scott er samtals á 10 undir pari, 132 höggum (65 67). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Scott er landi hans David McKenzie á samtals 8 undir pari, 134 höggum (65 69). Í 3. sæti er forystumaður gærdagsins Rickie Fowler, en hann deilir sætinu með 2 heimamönnum: Garreth Paddison og Nathan Green, en allir hafa þeir leikið á 7 undir pari, 135 höggum. Sjá má stöðuna eftir 2. dag PGA Australia með því að SMELLA HÉR:
Steve Williams hættir 2014
Enn meir af kylfusveinum. Einn frægasti kylfusveinn allra tíma, Steve Williams, frá Nýja-Sjálandi, sem lengi vel var kylfusveinn Tiger og er nú kylfusveinn nr. 2 á heimslistanum (Adam Scott) hefir gefið út að hann muni líklega hætta kylfusveinsstarfi sínu á næsta ári, 2014. A.m.k. ætlar hann sér ekki að starfa við það á fullu lengur. Williams hefir nú verið kylfusveinn í 35 ár. „Á næsta ári verða árin orðin 36,“ sagði Williams m.a. á blaðamannafundi í aðdraganda PGA Australia, en á því Gullstrandarmóti er hann nú ásamt Scott. „Mér líkar vel við töluna 36, það er golftala (tveir hringir eru 36 holur og flestir hálfir hringir eru par-36). Aðspurður um Lesa meira
Kylfusveinar stofna samtök
Þegar lesin er frétt hér á Golf 1 um illa meðferð á kylfusveinum er ekki furða að þeir skulu nú hafa stofnað með sér alþjóðleg samtök. Hér er um að ræða samtök kylfusveina stærstu atvinnumótaraða heims (en heiti nýju samtakanna verður að öllum líkindum Association of Professional Tour Caddies (skammst. APTC)). Miðað er við að innan vébanda samtakanna séu kylfusveinar PGA Tour, Web.com, Champions Tour, Evrópumótaraðarinnar og kylfusveinar Ástralíu/Asíu mótaröðinni verða einnig með í ráðum. Golf Channel greindi frá því að kylfusveinar hefðu farið yfir stöðuna ásamt lögfræðingum sínum um hvernig koma ætti samtökunum á flot. Í því sambandi hefði verið komið á laggirnar 7 manna nefnd, en í henni á Lesa meira
PGA: McNeill leiðir á 1. degi McGladrey Classic sem var frestað vegna myrkurs
Þegar leik á 1. hring The McGladrey Classic mótsins, sem hófst í nótt í Sea Island Golf Club, í Georgiu, var frestað vegna myrkurs, var það George McNeill, sem leiddi á 8 undir pari, (með 2 holur óspilaðar) og með 1 höggs forystu á næstu menn. Í 2. sæti, sem stendur, eru bandarísku kylfingarnir Brian Gay og Briny Baird á 7 undir pari, 63 höggum, en báðir hafa lokið hringjum sínum. Reyndar tókst Brian Gay að ná sér í hænublund vegna þykkrar þoku, sem olli því að fresta varð mótinu, en Gay var hálfslappur eftir að hafa flogið hálfan hring í kringum heiminn frá Shanghai til þess að geta tekið Lesa meira
Barði kylfusvein sinn í höfuðið
Nguyen Duc Son, forstjóri hins ríkisrekna Hanoi MTV húsaþróunar og framkvæmda fyrirtækis, hefir verið settur á bannlista í Víetnam og fær ekki að leika á golfvöllum þar í 1 ár fyrir að slá kaddýinn sinn með golfkylfu í höfuðið. „Það er ekki hægt að líða hegðun hans,“ sagði Doan Manh Giao, formaður víetnamska golfsambandsins. „Það urðu margir ti að styðja ákvörðun okkar.“ Atvikið átti sér stað 13. september s.l. á Tam Dao golfvellinum, sem er mjög vinsæll golfvöllur meðal ríkisstarfmanna og viðskiptajöfra í Hanoi, Víetnam. Son, sem er félagi í kommúnistaflokki Hanoi, sló hinn 28 ára Truong Tien Cong í höfuðið eftir að Cong sagði honum frá því að hann hefði Lesa meira










