Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2013 | 16:30

Evróputúrinn: 1. hring frestað vegna myrkurs á Turkish Airlines Open

Ekki náðist að klára 1. hring á Turkish Airlines Open vegna myrkurs og var leik hætt kl. 16:42 að staðartíma (14:42 hjá okkur).

Flestallir keppendur eiga eftir að ljúka hringjum sínum, en mótinu var einnig frestað í morgun vegna úrhellisrigningar og þrumuveðurs.

Lokið verður við 1. hring á morgun.

Þeir sem leiða mótið, sem stendur, eru 3 kylfingar: Englendingarnir Paul Casey og Steve Webster og Suður-Afríkumaðurinn Darren Fichardt.

Allir eru þremenningarnir búnir að spila á 7 undir pari; Casey og Fichardt eftir 14 holu spil og Webster eftir aðeins 12 holu spil; Þeir eiga sem sagt ólokið við að spila 4 og 6 holur.

Tiger Woods, sem fékk $ 3 milljónir bara fyrir að mæta í mótið, er sem stendur í 50. sæti á 1 undir pari, eftir 10 leiknar holur.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Turkish Airlines Open með því að SMELLA HÉR: