Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2013 | 13:13

Munaði 1 höggi að Birgir Leifur kæmist áfram

Því miður komst Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, ekki áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar.

Hann lék hringina 4 á II. stigi útökumótsins á Lumine golfstaðnum í Tarragona, Spáni  á samtals 3 undir pari (70 71 70 70) og varð T-22 þ.e. deildi 22. sætinu með 7 öðrum kylfingum, sem ekki komust áfram.

Einungis efstu 20 komust áfram á lokaúrtökumótið þ.e. þeir sem voru á samtals 4 undir pari og munaði því aðeins 1  höggi að Birgir Leifur kæmist áfram.

Birgir Leifur átti aðeins 1 holu, þá 18., eftir óspilaða eftir hvassviðri gærdagsins, þegar mótinu var frestað, en síðan eftir lægði, var spilað aftur, en síðan var mótinu frestað vegna myrkurs… og þá átti Birgir Leifur eina óspilaða holu, þá 18.

Holan sem Birgir Leifur átti eftir var spiluð í morgun kl. 7:40 að íslenskum tíma. Það var rétt mat að Birgir Leifur yrði að fá fugl á síðustu holuna (en þess mætti geta hér að hann fékk örn á hana á 1. hring), en því miður tókst ekki að krækja í fuglinn Birgir Leifur var á pari á 18. holu  og því næstsíðasta höggið hjá Birgi Leif í mótinu, aðeins 1 högg,  sem skyldi milli feigs og ófeigs.

Ergilegu einu högg munaði að hann kæmist áfram og  gífurleg vonbrigði vafalaust á ferðinni, hér, eftir í raun góða og jafna, stöðuga spilamennsku Birgis Leifs í mótinu!

Til þess að sjá lokastöðuna í Tarragona SMELLIÐ HÉR: