
Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar luku leik í 3. sæti í Hawaii – Guðmundur Ágúst og félagar í 10. sæti
Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku leik í gær á Hawaii, þar sem þeir tóku þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville.
Mótið stóð dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur voru 93 frá 18 háskólum.
Axel lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (74 71 69) og varð T-35 í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skori liðs síns og taldi það því í 3. sætis árangri Mississippi State á mótinu! Axel greinilega að koma tilbaka – en hann átti m.a. glæsilokahring upp á 3 undir pari, 69 högg.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Guðmundur Ágúst og ETSU deildu 10. sætinu í liðakeppninni. Guðmundur Ágúst lék samtals á 2 yfir pari, 218 höggum (72 75 71) en var því miður á 5. og lakasta skori liðs síns þannig að það taldi ekki í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni varð Guðmundur Ágúst T-58.
Þetta er síðustu mót Axels og Guðmundar Ágústs fyrir jól, en nú taka við próf, æfingar og jólafrí.
Til þess að sjá lokastöðuna í Warrior Princeville Makai Invitational mótinu á Hawaii SMELLIÐ HÉR:
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!