Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar luku leik í 3. sæti í Hawaii – Guðmundur Ágúst og félagar í 10. sæti

Tveir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu, Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku leik í gær á Hawaii, þar sem þeir tóku þátt í Warrior Princeville Makai Invitational í Makai golfklúbbnum í Princeville.

Mótið stóð dagana 4.-6. nóvember og þátttakendur voru 93 frá 18 háskólum.

Axel lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (74 71 69) og varð T-35 í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skori liðs síns og taldi það því í 3. sætis árangri Mississippi State á mótinu!   Axel greinilega að koma tilbaka –  en hann átti m.a. glæsilokahring upp á 3 undir pari, 69 högg.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU

Guðmundur Ágúst og ETSU deildu 10. sætinu í liðakeppninni. Guðmundur Ágúst lék samtals á 2 yfir pari,  218 höggum  (72 75 71) en var því miður á 5. og lakasta skori liðs síns þannig að það taldi ekki í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni varð Guðmundur Ágúst T-58.

Þetta er síðustu mót Axels og Guðmundar Ágústs fyrir jól, en nú taka við próf, æfingar og jólafrí.

Til þess að sjá lokastöðuna í Warrior Princeville Makai Invitational mótinu á Hawaii SMELLIÐ HÉR: