Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2013 | 15:00

Golfvellir í Frakklandi: Béthemont (7/10)

Béthemont Country Club er einn af fremur nýlegum völlum, stofnaður 1989, þ.e. hann á sér ekki langa sögu eins og t.a.m. sá sem kynntur var s.l. sunnudag, Morfontaine (1913).

Béthemont er 30 km í vestur af París. Við klúbbinn er fallegur, vel viðhaldinn golfvöllur, sem Þjóðverjinn Bernard Langer hannaði. Þetta er skógarvöllur, með mörgum skemmtilegum holum, þar sem reynir á allar kylfur í pokanum.  Nokkuð eru um hæðir og hóla þ.e. hann er ekki sá auðveldasti undir fótinn. Völlurinn er par-72, 6035 metra af öftustu teigum.

Ráðlegt er að bóka hring fyrirfram og strangt er farið eftir að kanna forgjöf – þannig ekki gleyma forgjafarpassa.

Eins er ekki ódýrt að spila völlin. Á vikudögum kostar hringurinn  €49 (8000 krónur) og um helgar €79 (12.800 krónur).

Béthemont völlurinn er rekinn af NGF Golf Group, sem á og rekur golfvelli víðsvegar um Frakkland, þeir sem eru nálægt París eru Apremont, Cély, Feucherolles og Rochefort. Í Suður-Frakklandi rekur NGF Toulouse-Seilh golfvöllinn.  Eitt sinn var hægt að fá afsláttarkort þ.e. ef áhugi er á að spila fleiri golfvelli en 1  í kringum París, þá borgar kortið sig.

Upplýsingar:

Heimilisfang: Béthemont Country Club, 12 Rue du Parc de Béthemont, Poissy, en-St.Germain- en-Laye, Ile-de-France, F-78300.

Sími: 33 (0) 1 39 08 13 70 (skrifstofa/pro-shop)

Fax:  33 (0) 1 39 75 49 90

Til þess að sjá heimasíðu Béthemont SMELLIÐ HÉR: