Mickelson á Ólympíuleikana?
Í nýlegu viðtali á Callaway Talks upplýsir Phil Mickelson m.a. að hann vilji gjarnan komast á Ólympíuleikana. Sjá má viðtalið við Phil með því að SMELLA HÉR:
Raphaël Jacquelin í metabækur!
Raphaël Jacquelin varð í dag aðeins 6. kylfingurinn á Evrópumótaröðinni til þess að afreka það að fá 12 fugla á einum hring í keppni og Jacquelin tókst það á hring upp á 62 högg á the Montgomerie Maxx Royal golfvellinum í Antalya, Tyrklandi. „Þetta var brjálæður hringur í brjálæðum leik,“ sagði hann eftir hring sinn upp á 10 undir pari, 62 högg þar sem hann fékk m.a. skramba á 5. holu. Með hringnum er hann í hópi fárra kylfinga sem keppa um sigurinn á morgun á Turkish Airlines Open mótinu. Síðasta kylfingi sem tókst að fá 12 fugla á hring í móti á Evrópumótaröðinni er Daninn Jeppe Huldahl, en því náði Lesa meira
Evróputúrinn: Victor Dubuisson leiðir fyrir lokahring Turkish Airlines Open
Í morgunn var leikinn næstsíðasti hringur á Turkish Airlines Open. Leikið er í The Montgomerie Maxx Royal golfstaðnum, í Antalya. Efstur fyrir lokahringinn, sem fer fram á morgun, er Victor Dubuisson frá Frakklandi, en hann átti glæsihring upp á 63 högg í dag. Samtals er Dubuisson búinn að leika á 21 undir pari, 195 höggum (67 65 63). Sjá má kynningu Golf 1 á Dubuisson hér á eftir: „Victor Dubuisson er einn af 3 Frökkum, sem fékk kortið sitt á Evróputúrinn 2011, eftir að hafa lent í 11.-18. sæti í Q-school, á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, í desemberbyrjun (4.-10. desember 2010. Victor lauk keppni á samtals 12 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2013
Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 17 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Nú í ár tók Gunnhildur þátt í Irish Girls Open, sem fram fór á golfvelli Roganstown Golf & Country Club, rétt fyrir utan Dublin á Írlandi 20.-21. apríl. Hún varð í 43. sæti af 71 keppanda. Gunnhildur spilaði bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Hún byrjaði árið vel á Íslandsbankaröðinni varð í 1. sæti á 1. móti mótaraðarinnar í Þorlákshöfn eftir bráðabana við klúbbfélaga sinn, Særósu Evu Óskarsdóttur en báðar voru á 16 yfir pari eftir hefðbundna 36 holu keppni. Gunnhildur sigraði einnig í 2. Lesa meira
Monty gagnrýnir Schwartzel fyrir að hóta að hætta að spila á Evrópumótaröðinni vegna 2 af 3 reglunnar
Charl Schwartzel er líkt og lærifaðir hans Ernie Els og Sergio Garcia og fleiri leikmenn ævareiður reglunni um að ekki sé nóg að vera meðal 60 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar til að mega spila á lokamótinu í Dubaí heldur verði þeir leikmenn líka að hafa keppt í 2 af 3 mótum, sem eru næst á undan mótinu í Dubaí. Schwartzel fær ekki að spila á lokamótinu í Dubaí, þó hann hefði svo sannarlega keppnisrétt (er í 23. sæti peningalistans) ef ekki væri fyrir 2 af 3 regluna, en hann spilaði hvorki í BMW Masters mótinu né HSBC mótininu í Shanghai. „Þetta fær mann til að hugsa um framtíð Evrópumótaraðarinnar, ef Lesa meira
LPGA: 3 japanskar efstar eftir 2. dag Mizuno Classic
Í gær hófst í Japan, nánar tiltekið á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, Mizuno Classic mótið. Mótið stendur dagana 8. -10. nóvember 2013. Eftir 2. dag er það heimakonan Shiho Oyama sem enn leiðir á samtals 8 undir pari, 136 höggum (68 68), nema að nú eru tvær löndur hennar komnar upp við hlið hennar: Mamiko Higa (70 66) og Yuki Ichinose (70 66). Oyama er 43 ára, fædd 31. desember 1969 og er því að spila við margar sér allt að helmingi yngri samkeppendur. Oyama gerðist atvinnumaður árið 2000 og hefir á ferli sínum unnið sér inn $234,170. Yuki Ichinose er fædd 5. október 1988 í Kumamoto og er því nýorðin 25 Lesa meira
Scott eykur forystuna á 3. degi
Adam Scott er enn efstur á Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola, eftir 3. mótsdag og hefir aukið forystu sína um 1 högg. Leikið er RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast). Scott er samtals á 10 undir pari, 203 höggum (65 67 71). Í 2. sæti nú 3 höggum á eftir Scott er landi hans David McKenzie á samtals 7 undir pari, 206 höggum (65 69 72) ásamt Golf Boys-num Rickie Fowler (63 72 71). Sjá má stöðuna eftir 3. dag PGA Australia með því að SMELLA HÉR:
Púttuppákoma Olesen – Myndskeið
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen lenti í skrítinni uppákomu á Turkish Airlines Open. Hann missti stutt pútt á 12. flöt á 2. hring mótsins, en dómari dæmdi að hann ætti að endurtaka púttið vítalaust. Þegar skorkort Olesen var skoðað var skolli hans á holunni hins vegar orðinn að skramba, þ.e. endurtekningin á púttinu hefir ekki verið vítalaus fyrir hann. Til þess að sjá myndskeið af atvikinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Kirk leiðir eftir 2. dag McGladrey´s
Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk sem leiðir eftir 2. dag McGladrey´s mótsins, sem fram fer á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgiu-ríki í Bandaríkjunum. Kirk er búinn að spila hringina 2 á McGladrey´s mótinu á samtals 8 undir pari, 132 höggum (66 66). Í 2. sæti eru 4 kylfingar John Senden frá Ástralíu og Bandaríkjamennirnir Webb Simpson, Briny Baird og Kevin Chappell, allir 1 höggi á eftir forystumanninum á samtals 7 undir pari, 133 höggum, hver. Annar hópur 4 kylfinga vermir síðan 6. sætið þ.á.m. Jason Kokrak, sem náði því einstæða afreki að fara holu í höggi á par-4 5. braut Seaside vallarins í Pro-Am hluta mótsins s.l. miðvikudag. Lesa meira
Golfvellir í Frakklandi: Crécy (8/10)
Crécy golfklúbburinn er í Domaine de la Brie, 50 km í austur frá París. Hann státar af tveimur 18-holu golfvöllum; Montpichet golfvellinum, sem hannaður var af A. De Ormesson árið 1987 og Vignoly golfvellinum, sem hannaður var af golfgoðsögninni Arnold Palmer árið 2009 og er skrautfjöður Crécy. Montpichet er par-72, 6038 metra af öftustu teigum. Vignoly er líka par-72 en aðeins lengri 6342 af öftustu teigum. Vignoly er auk þess mun meira krefjandi en Montpichet. Vignoly er fullvaxinn keppnisvöllur með fjölda vatnshindranna og sandglompa. Báðir eru vellirnir í hinum gullfallega Marne dal. Landslagið bylgjast áfram en hvorugur völlurinn er yfir um erfiður undir fótinn. Vignoly er e.t.v. meiri völlur fyrir reynslumeiri Lesa meira










