Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2013 | 04:00

PGA: Kirk leiðir eftir 2. dag McGladrey´s

Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk sem leiðir eftir 2. dag McGladrey´s mótsins, sem fram fer á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgiu-ríki í Bandaríkjunum.

Kirk er búinn að spila hringina 2 á McGladrey´s mótinu á samtals 8 undir pari, 132 höggum (66 66).

Í 2. sæti eru 4 kylfingar John Senden frá Ástralíu og Bandaríkjamennirnir Webb Simpson, Briny Baird og Kevin Chappell, allir 1 höggi á eftir forystumanninum á samtals 7 undir pari, 133 höggum, hver.

Annar hópur 4 kylfinga vermir síðan 6. sætið þ.á.m. Jason Kokrak, sem náði því einstæða afreki að fara holu í höggi á par-4 5. braut Seaside vallarins í Pro-Am hluta mótsins s.l. miðvikudag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag McGladrey mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags McGladrey Classic mótsins SMELLIÐ HÉR: