
LPGA: 3 japanskar efstar eftir 2. dag Mizuno Classic
Í gær hófst í Japan, nánar tiltekið á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, Mizuno Classic mótið. Mótið stendur dagana 8. -10. nóvember 2013.
Eftir 2. dag er það heimakonan Shiho Oyama sem enn leiðir á samtals 8 undir pari, 136 höggum (68 68), nema að nú eru tvær löndur hennar komnar upp við hlið hennar: Mamiko Higa (70 66) og Yuki Ichinose (70 66).
Oyama er 43 ára, fædd 31. desember 1969 og er því að spila við margar sér allt að helmingi yngri samkeppendur. Oyama gerðist atvinnumaður árið 2000 og hefir á ferli sínum unnið sér inn $234,170.
Yuki Ichinose er fædd 5. október 1988 í Kumamoto og er því nýorðin 25 ára. Hún gerðist atvinnumaður 2007.
Mamiko Higa er gerðist ung atvinnumaður eða fyrir 2 árum, 2011, og er sú 6. yngsta í sögu japanska LPGA til þess að gerast atvinnumaður í golfi. Hún er nýorðin 19 ára og er frá bænum Motobu í Okinawa. Í ár hefir Mamiko m.a. tvívegis sigrað mót á japanska LPGA (sem er 2. ríkasta kvenmótaröð í heimi – nokkuð sem ekki margir vita en halda að LET sé nr. 2). Mótin sem Mamiko sigraði á eru: Yamaha Ladies mótið í apríl 2013 og síðan vann hún Resort Trust Ladies, sem haldið var 31. maí – 2. júní 2013.
Fjórða sætinu deila síðan þær Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum oá samtals 7 undir pari, 137 höggum (69 68) og enn ein heimakonan Asako Fujimoto (70 67).
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Mizuno Classic SMELLIÐ HÉR:
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!