Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2013 | 14:15

Evróputúrinn: Victor Dubuisson leiðir fyrir lokahring Turkish Airlines Open

Í morgunn var leikinn næstsíðasti hringur á Turkish Airlines Open.  Leikið er í The Montgomerie Maxx Royal golfstaðnum, í Antalya.

Efstur fyrir lokahringinn, sem fer fram á morgun, er Victor Dubuisson frá Frakklandi, en hann átti glæsihring upp á 63 högg í dag.

Samtals er Dubuisson búinn að leika á 21 undir pari, 195 höggum (67 65 63). Sjá má kynningu Golf 1 á Dubuisson hér á eftir:

„Victor Dubuisson er einn af 3 Frökkum, sem fékk kortið sitt á Evróputúrinn 2011, eftir að hafa lent í 11.-18. sæti í Q-school, á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, í desemberbyrjun (4.-10. desember 2010.
Victor lauk keppni á samtals 12 undir pari, þ.e. 416 höggum (69 74 69 65 68 71).
Victor fæddist 22. apríl 1990 í Nice, í Frakklandi og er því 23 ára gamall. Hann býr í kvikmyndahátíðarborginni frægu, Cannes, á Côte d´Azur.
Victor á að baki glæstan feril í áhugamennskunni í Frakklandi. Hann vakti fyrst athygli á sér með því að vera 7 sinnum meðal 10 efstu árið 2008 á áhugamannamótaröðinni í Frakklandi.
Árið 2009 spilaði Victor á Challenge Tour og varð 4 sinnum meðal topp 10. Árið 2009 varð hann nr. 1 á heimslista áhugamanna en það ár vann hann m.a. European Amateur Championship. Sigurinn í því móti varð til þess að hann hlaut þátttökurétt á Opna breska 2010, þar sem hann lék í holli með KJ Choi og Bubba Watson á St Andrews, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á þessu eina risamóti, sem hann hefir tekið þátt í til þessa.
Í framhaldinu gerðist Victor atvinnumaður í golfi, í júlí 2010.
Vegna fallegrar sveiflu sinnar hefir Victor verið uppnefndur “Mozart”.  (Framangreind grein greinarhöfundar birtist 29. janúar 2011 á iGolf). 

Í 2. sæti, 5 höggum á eftir, á samtals 16 undir pari er Ryder Cup hetjan Ian Poulter á samtals 16 undir pari, 201 höggi (66 66 68).

Þriðja sætinu deila síðan nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods, Henrik Stenson frá Svíþjóð, Raphaël Jacquelin frá Frakklandi og Alejandro Cañizarez  félagi í Valderrrama golfklúbbnum á Spáni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Turkish Airlines Open  SMELLIÐ HÉR: