Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 16:00

Golfvellir í Frakklandi: Crécy (8/10)

Crécy golfklúbburinn er í Domaine de la Brie, 50 km í austur frá París.

Hann státar af tveimur 18-holu golfvöllum; Montpichet golfvellinum, sem hannaður var af A. De Ormesson árið 1987 og Vignoly golfvellinum, sem hannaður var af golfgoðsögninni Arnold Palmer árið 2009 og er skrautfjöður Crécy.

Lógó-ið fyrir Crécy

Lógó-ið fyrir Crécy

Montpichet er par-72, 6038 metra af öftustu teigum. Vignoly er líka par-72 en aðeins lengri 6342 af öftustu teigum.  Vignoly er auk þess mun meira krefjandi en Montpichet. Vignoly er fullvaxinn keppnisvöllur með fjölda vatnshindranna og sandglompa. Báðir eru vellirnir í hinum gullfallega Marne dal. Landslagið bylgjast áfram en hvorugur völlurinn er yfir um erfiður undir fótinn.  Vignoly er e.t.v. meiri völlur fyrir reynslumeiri lágforgjafarkylfinga, en 5 teigastæði sjá til þess að allir kylfingar geta haft gaman af hvorum vellinum, sem er.

Klúbbhús Crécy er 17. aldar gamall bóndabær, sem búið er að gera skemmtileg upp.

Klúbbhús Crécy

Klúbbhús Crécy

Crécy golfvöllurinn dregur ekki nafn sitt af hinni frægu orustu um Crecy í 100 ára stríðinu þar sem 15.000 riddarar og bogmenn Eðvarðs III Englands-konungs gjörsigruðu 35000 riddara og krossbogmenn Filipps VI Frakkakonungs. Orustan fór fram árið 1346 í Crécy-en-Ponthieu.  Golfvöllurinn dregur nafn sitt af frægri kappellu í bænum við völlinn Crécy-en-Chapelle frá 13. öld.

Upplýsingar:

Heimilisfang: Crécy Golf Club (Domaine de la Brie) – route du Guérard, Crécy la Chapelle, Ile-de-France, F-77580

Sími: 33 (0) 1 64 75 34 44 (Pro Shop)

Fax: 33 (0) 1 64 75 34 45

Heimasíða: SMELLIÐ HÉR: